Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 8

Réttur - 01.06.1948, Side 8
06 RÉTTUR yrði þess, að hún geti orðið verkalýðsstéttinni sá leiðarvísir í starfi, sem til var ætlazt. Veröld auðvaldsins er nú harla ólík því, er var fyrir einni öld. Þá var auðvaldið enn á uppgangsskeiði, átti mestu þroskaárin fram undan og andstöðuöfl þess lítils megnug. — Nú er stórt skarð brotið í ríki þess, mikill hluti mannkyns hefur brotizt undan yfirráðum þess —, og þau lönd, sem það ræður enn yfir, loga í innri mótsetningum. Það hefur sjálft búið sér gröf — og lagt sér til líkmennina, eins og Marx komst að orði. — Sums staðar er jarðarförin þegar um garð gengin, annars staðar stendur hún fyrir dyrum. Efalaust verða fjörbrotín hörð og alþýðan þarf miklu til að kosta, áðijr en yfiT lýkur, því að ennþá hefur ekkert þjóðfélag eða yfirráðastétt skilið viljandi og hljóðalaust við þennan heim. — En hitt þarf naumast að efa, að ,,fall auðvaldsins mun reynast jafn()umllýjanlegt og sigur öreigalýðsins", svo sem Kommúnistaávarpið kemst að orði. Kenning marxismans hefur ekki eingöngu orðið alþýð- unni farsælt leiðarhnoða í baráttunni fyrir betra heimi, hún liefur ekki aðeins hlotið staðfestingu fyrir dómstóli sögunn- ar, hún liefur líka haft veruleg áhrif á fræðimenn borgara- stéttarinnar sjáll'rar, meira að segja þá, sem fara með ,,feimnismálin“, — eða hagfræði, félagsfræði og sagnfræði o. s. frv. — Þessi áhrif hafa verið með ýmsum hætti. Ein- stakir þættir úr kenningum Marx hafa verið teknir upp, meira eða rninna brenglaðir. Það er nú t. d. almennt viður- kennt, að atvinnulíf og tækni þjóða sé mikilvægt atriði til skýringar á sögu þeirra — og ýmsir borgaralegir höfundar hafa meira að segja fylgt þessu atriði svo fast eftir, að sögu- rit þeirra hafa orðið dauðar og þurrar hagtölur — ólesandi — og maðurinn sjálfur rekinn út af leikvelli sögunnar. — Svipaða meðferð hefur t. d. kenning Marx um þátt félags- lífsins í sköpun nýrra lnigmyndakerfa fengið. Má víða

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.