Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 12

Réttur - 01.06.1948, Side 12
FRIÐJÓN STEFÁNSSON: STRÍÐSFÓRN Það var sungið í kassabílnum, sem brunaði fram sveitina. Ungir menn á ferð, sem verið höfðu í vegavinnu þarna um sumarð. Nú voru þeir að kveðja þessar sumardvalarstöðvar, og þeir sungu: Einn var að smíða ausutetur, og annar hjá honum sat o. s. I'rv. Söngur þeirra hljómaði hátt, en el' til vill ekki að sama skapi fagurt. Samt var hressandi blær yfir honum; hann var þrunginn fjöri og lífsþrótti þrátt fyrir alvöruleysi og ósam- ræmi. Haustdagurinn var grár og drungalegur. Rigning í aðsigi. Það var kominn greinilegur haustblær yfir hlíðar dalsins og túnin og kálgarðana umhverfis ba:ina. Meira að segja kýrn- ar, sem nöguðu hána af túnunum, höfðu sett upp svip haustsins, því að þær fundu það á sér, að ekki vár langt að bíða hins langa vetrar, og þær yrðu bundnar á bása sína í fjóshlýjunni og fengju töðugjöfina sína á reglubundnum tímum. Hún Skjalda gamla í Móhúsum var orðin fjarskalega tannlítil. Hún stóð sunnan undir lambhúsveggnum, slöngv- aði tungunni utan um safamikil háarstráin og sleit þau í sig. Henni veitti ekki af að halda áfram, því að hún var stór og þurfti mikið fóður. Allt frarn á síðustu ár hafði hún verið talin Itezta mjólkurkýrin í sveitinni. En nú var hún orðin fjarska gömul, og það hafði verið ráðgert að lóga lienni. Elafi hún haft eitthvert veður al þeirri ráðagerð, þá er svo mikið víst, að hún lét það ekki á sig fá. Hún blakaði eyrunum og sleit í sig grasið með stóiskri ró yfir svipnum. Bíllinn með vegavinnumönnunum lagði á heiðina, beygði

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.