Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 19

Réttur - 01.06.1948, Síða 19
RÉTTUR 107 liennar, að lxvar sem mannkynið stenduv stríðandi gegn óvini sínum, þar á þessi litla saga heima. Við sjáum fyrir okkur bæinn í skammdeginu, bæ alþýðu íslands í sjö aldir, bæ allrar heimsins alþýðu um þúsundir ára. Fólkið fer til kirkju, — bærinn er svo dimmur og kald- ur, dagarnir svo langir, og Iiver vill þá ekki sjá ljós og heyra söng. En það verður einhver að gæta bæjarins; bæinn, sitl eina skjól, má þetta lólk ekki missa. En svo fer það svona hvað eft'ir annað, ár eftir ár, öld eftir öld: varðmaðurinn, sem tekið hefur að sér að vaka yfir þessu eina skjóli alþýðunnar, er ýmist myrtur eða sviptur vitinu. Sagan segir ekki, hvað gerzt hefut, en okkur grunar það: nátttröllið hefur komið á gluggann og vökumaðurinn ekki kunnað að taka rétt á móti því. Kannski hefur hann ekki getað svarað fyrir sig í ljóði, kannski guggnað fyrir fagurgala eða hótunum, kannski hefur liann litið við, þegar sízt skyldi, og brjálazt af því, sem liann heyrði og sá, eða kannski hefur hann reynt að ráðast á ófreskjuna og látið Hfið í þeirri viðnreign. Allir eru þessir möguleikar til. Og er ekki eins og baráttusaga íslenzkrar alþýðu, allrar alþýðu, sé liér sögð í þögulum, leiftrandi dráttum? Hefur ekki viðureign þeirra, senr gæta áttu bæjarins, trúnaðar- manna fólksins, við nátttröllið, afturhald allra tíma, einmitt verið á þessa lund? Er ekki.sama, hvar við berum niður í okkar eigin sögu og mannkynssögunni allri? Hafa ekki að- ferðir tröllsins, hinna stöðnuðu forréttindastétta, ævinlega verið liinar sömu? Hafa þær ekki valið myrkrið til hermdar- verka sinna? Hafa þær ekki gripið tækifærið til að ráðast á leiðtoga alþýðunnar, einmitt þegar þeir stóðu einir á verðin- um, þegar fólkið var ekki við í einhverjum skilningi? Hafa þær svo ekki beitt öllum hugsanlegum vélabrögðum til ]>ess að sigrast á þessum mönnum, og hefur endir þeirra við- skipta ekki margsinnis orðið sá, sem í sögunni segir : sturlun eða tortíming? Öll raunasaga alþýðunnar er fólgin í þeim einfalda sann-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.