Réttur - 01.06.1948, Síða 20
108
RÉTTU R
leika, að fólkið hefur ekki varað sig á tröllseðli afturhalds-
ins, — í eðlilegri og mannlegri þrá sinni eftir lausn frá oki
hversdagsleikans hefur það yfirgeiið bæinn í umsjá mis-
jafnlega búinna vökumanna, það hefur grátið örlög þeirra,
þegar aftur var komið heim, undrazt þau án þess að skilja
orsök þeirra, því hefur aldrei orðið ljóst, að yfir jólum og
aftansöng vofir sífellt hinn sami háski, meðan tröllið er enn
við lýði.
En svo kemur hún til sögunnar þessi unga stúlka, sem
býðst. til að vera heinta. Mynd hennar er svo skýr og einföld,
sem verða má: hún situr undir barni :'t baðstofupalli og
kveður við það. Engin mynd er íslenzkari og mannlegri í
senn. Tröllið kemur ;í gluggann sem fyrr, og það verður
strax hvumsa við þessa látlausu sjón, því stendur beygur
af þessu litla barni, það hræðist þennan kveðskap. Samt
ákveður það að reyna að slá á sama streng, kveða stúlkuna
í kútinn, tæla liana með skjalli. En hún kann öruggt svar
við hverju ávarpi þess. Úr orðaskiptum þeirra verður yndis-
lcgt vögguljóð, sakleysi stúlkunnar og staðfesta ræna fagur-
galann öllum galdri, helga hann jafnóðum. Stúlkan veit
upp á hár, hvað á glugganum er, en hún lítur aldrei við —
hún veit, hvað það mundi kosta. Og nóttin líður, án þess að
tröllið dirfist að grípa til örþrifaráða. En allt í einu rankar
það við sér og hrópar í skelfingu: Dagur er i austri, snör min
en snarpa og dillidó! Við heyrum, hvernig orðin deyja út.
Þá veit stúlkan, að sigurstundin er runnin upp — af öllum
myndugleika nýrrar tíðar mælir liún lausnarorðin fram:
Stat'tu og vertu að sleini, en engurn pó að meini, ári minn
Kári og korriró! Og sólskinið flæðir yfir landið, barnið
vaknar af draumi sínum, fólkið kemur heim, álögunum er
létt af bænum, aðeins stór steinn í bæjarsundinu — hvílík
stund!
Hver er þessi stúlka? Það er hugsjónin. Það er hugsjón
íslenzkrar alþýðu, allrar heimsins alþýðu. Það er hugsjón
okkar í dag, lífshugsjón okkar allra, samfélagshugsjónin,