Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 23

Réttur - 01.06.1948, Síða 23
BRYNJÓLFUR BJARNASON: Innlend víðsjá Viðskiptasamningur við Bretland - Eftir að Víðsjá síðasta heftis var rituð, hefur verið geng- ið að fullu frá viðskiptasamningi þeim við Bretland, sem þar er getið um. Samkvæmt honum selja íslendingar Bret- um 13.000 tonn af síldarlýsi fyrir 95 sterlingspund tonnið. 40% af sumarframleiðslu síldarmjöls fyrir 32 pund tonnið og hraðfrystan fisk (8000 tonn) fyrir sama verð og i fyrra (12i)4pence fyrir enskt pund). A sama tíma stóðu yfir samningar milli Norðmanna og Breta um verð á hvallýsi, og gekk ekki saman, þrátt fyrir liin sterku ítök brezka feitmetishringsins í Noregi, þar til íslenzka ríkisstjórnin hljóp undir bagga með Bretum og undrritaði samning þenna, og lækkaði þar með lýsisverðið bæði fyrir Norðmönnum og Islendingum. Verðið, sem feng- izt hefur annars staðar fyrir síldarlýsi, er 130—140 pund fyrir tonnið og allt að 45 pund fyrir síldarmjöl. Má af þessu nokk- uð marka, hvaða viðskiptakjörum við íslendingar verðum að sæta, er utanríkisverzlun okkar hefur verið rígbundin við hin engilsaxnesku lönd og lokað fyrir öll meiriháttar viðskipti við Austur-Evrópu. Inneignir íslendinga erlendis í vetur leið skýrði Þjóðviljinn frá því, að 'hann hefði góðar heimildir fyrir því, að inneignir íslendinga í Bandaríkjun- um væru 49% milljón dollara, eða á fjórða hundrað milljóna

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.