Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 30

Réttur - 01.06.1948, Side 30
118 RÉTTUR kosti kr. 10,30. Nú eru horfur á, að um liríð verði ekkert kjöt fáanlegt nema fyrir hærra verðið. Bætist þar enn við nærri 24 stiga fölsun. Ef aðeins þessar tvær skekkjur, sem nefndar eru sem dæmi af fjölmörgum, yrðu leiðréttar, mundi vísitalan vera skráð um 370 stig. Væri mánaðarlaun manns með 600 kr. grunnlaun reiknuð samkvæmt því. rnyndi þau hækka um 420 krónur. En jafnvel þó ekki væri öllum þessum prettum stjórnar- valdanna til að dreifa og vísitalan væri reiknuð samvizku- samlega út samkvæmt hinu skráða verðlagi, væri mjög fjarri því, að hún gæfi rétta mynd af verðlaginu í landinu. Við skilyrði þeirrar óstjórnar, sem nú ríkir í viðskiptamál- unum, og vaxandi einokun örfárra stjórnargæðinga hverfa vörurnar einhvern veginn af markaðinum, enda þótt flutt sé inn fyrir allháar upphæðir samkvæmt innflutnings- skýrslum. hað vantar flest. sem til lífsins þarf, nema nokkrar algengustu matvörur. Verðlag og viðskipti bera því á sér flest einkenni almennrar vöruþurrðar, eins og í landi, sem er þrotið að kröftum eftir styrjöld. Margar vörur fást alls ekki nema á svörtum markaði, með afarkostum. Fjölmarg- ar af nauðsynjavörum þeim, sem laldar eru í búreikning- unum, sem vísitalan byggist á, eru ófáanlegar með öllu. I stað þeirra verða menn oft að kaupa margfalt dýrari vörur til að bæta úr brýnni þörf. í stuttu máli: Hin opinbera vísitala er orðin hlægileg firra'. Sókn verkalýðssamtakanna gegn kaupþvingunarlögun- um héldur áfram, fast og öruggt. í síðustu Víðsjá er skýrt frá 17 verkalýðsfélögum, sem hækkað höfðu kaup sitt, frá því þvingunarlögin gengu í gildi, flest um 15 og allt upp í 45 grunnaura á klukkustund. Síðan hafa eftirtalin 14 verkalýðsfélög bætzt í hópinn: Verkamannaíél. Valur Búðardal, Félag afgreiðslustúlkna i mjólkur. og brauðasölubúðum í Rvík., Iðja á Akureyri, Fé- lag garðyrkjumanna, Verkamannafél. Húsavíkur, Verka- kvennáfélag Húsavíkur, Verkalýðsfélag Norðfirðinga, Bak-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.