Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 35

Réttur - 01.06.1948, Page 35
RÉTTUR 123 fjöreggjum þjóðarinnar úr helgreipum erlendra trölla, eins og dæmið um Gullfoss sannar, og í heild verður að segja, að gæfa íslands varð á þessum áratugúm nógu rík til þess að hindra það, að erlent auðvald fengi vald til þess að hag- nýta sér fossorku íslands í sína þágu. Til þess að ná þeim árangri hjálpaðist að lögeggjan skálda, árvekni ágætra al- þingismanna og ættjarðarást þjóðarinnar. Þessarar baráttu er þörf að minnast nú, því að löngum var liún tvísýn. Annars vegar eggjaði stórhugurinn til lúnna djörfustu og skjótustu framkvæmda, sem þjóðinni var hrýn þörf á, en kostuðu hana frelsið, — fjármagn erlendra auðhringa freistaði, — einstaklingar með þjóðinni girntust fríðindin, sem í boði voru, — og á yfirborðinu átti þetta að skapa vaxandi velmegun og framfarir. Hins vegar vöruðu þeir menn, sem umfram allt vildu tryggja ísland fyrir Is- lendinga, við því að veita erlendu auðvaldi ítök í atvinnu- rekstri landsins, sýndu fram á með hliðsjón af stóriðjuþróun auðvaldslandanna, bvað í vændum væri, ef voldugum er- lendum auðhringum væri hleypt hér inn. í baráttunni um, hvora leiðina skyldi fara, voru háð hin harðvítugustu „einvígi" í kvæðum milli beztu skálda vorra, Einars Benediktssonar annars vegar og Þörsteins Erlings- sonar og Stephans G. Stephanssonar liins vegar, og lengstu máladeilur á Alþingi, sem orðið bafa um nokkurt mál, að stjórnarskrármálinu undanteknu, deilurnar um fossamálið á þingunum 1917—1923. I. Deilan um „draumsjónina" Einar Benediktsson boðar þjóðinni í dásamlegum „ís- )andsljóðum“ sínum Irelsið af fargi fátæktarinnar með öll- um þeim eldmóði, stórbug og trú á mátt hinnar borgaralegu byltingar, — tækninnar í þjónustu auðsins, — sem einkenndi beztu brautryðjendur þeirrar stefnu á 18. öld, — mennina,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.