Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 36

Réttur - 01.06.1948, Side 36
124 RÉTTUR sem trúðu á að steí'na þeirra leiddi til velferðar fjöldans en fengu aldrei að sjá rangsnúinn ávöxt baráttu sinnar: ör- birgðina, sem stóriðja auðvaldsins skóp. Sígild hljóma enn fyrir eyrum okkar eggjunarorð hans: „Þú fólk með eymcl í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, litla þjóð, sem geldttr stótra synda, reistu í vcrki, viljans merki, — vilji er allt, sem þarf." Þessi stórfenglegu íslandsljóð Einars eru sem spásýn lieill- ar aldar; í þeim lýsir skáldið þeirri þróun, sem enn er ei lokið, lætur líða fyrir hugskotssjónir okkar þær draum- sýnir, sem 20. öldin er enn að gera að veruleika á íslandi. í „íslandsljóðunum" leggur Einar áherzluna á aðalatriðið: frumskilyrði stóriðjuþróunarinnar á íslandi: „Vilji er allt, sem þarf.“ Nógu samstilltur, nógu sterkur vilji alls fólksins: Það er fyrsta og höfuðskilyrðið. Og þess vegna er annar þáttur Islandsljóðanna, uppreisnarljóð alþýðunnar, rökrétt afleiðing af höfuðatriðinu í fyrsta þættinum, hvatningunni um viljann. Hann eggjar lögeggjan í þessum fagra fyrsta þætti, drégur upp neyðarlega mynd vesaldómsins: „Vissirðu hvað Frakkinn fékk til iilutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar! En hann endurtekur, að það sé þó engin ástæða til að ör- vænta, þrátt fyrir fátæktina: „Þeim, sem vilja vakna og skilja vaxa þúsund ráð." Og svo liefst 2. þátturinn, „Sjá liin ungborna tíð“, — sem nú er réttilega orðinn hersöngur íslenzks sósíalisma. í sam- stillingu þessari, — dýpra en Einari sjálfum stundum var ljóst, — kemur táknrænt fram þörfin á því, að það sé íslenzk

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.