Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 40

Réttur - 01.06.1948, Page 40
128 RÉTTUR ins, er gerir því mögulegt með harðstjórn sinni, duldri og opinskárri, að halda alþýðunni undir okinu. Önnur stór- iðja en þessi þekktist ekki, er Þorsteinn orti kvæði sitt. Auð- mannastéttin hafði alstaðar getað einokað fyrir sig hin stórkostlega auknu afköst mannanna, er við vélarnar unnu, stóriðjan hafði þjónað auðnum einum. Og það var auðséð, að íslenzku auðmennirnir ætluðu að fara eins að, þar sem þeir náðu til með vægðarlausri þrælkun verkalýðsins, eins og hvíldarlaus þrældómurinn á togurunum þá bezt sýndi, unz togaravökulögin voru sett 1921. Skoðanakúgun sú. sem íslenzk auðmannastétt hefur beitt þann skamma tíma, sem sögur fara af henni, sýnir einnig, að ekki skorti hana huginn til harðstjórnar. Þarf þá ekki að því að spyrja, hve margfalt vægðarlausari og sterkari erlend auðmanna- stétt liefði reynzt, ef hún hefði fengið hér völd. Það er jrví ékki að furða, þótt Þorsteinn taki sömu afstöðu í jressu máli og Stephan G.’ Stephansson lætur ,,Dom“ Pedro, Brasilíukonung, taka í kvæði sínu „Drottinsorðið" til stór- iðjunnar í Pennsylvaníu, sem síðar verður vikið að. Svar Þorsteins við fossavirkjun og stciriðjn við þau skil- yrði, sem jrá voru til, er jrví afdráttarlaust nei. Hann bendir heldur ekki á neina aðra möguleika til hagnýtingar Jressara auðlinda. F.n hann brennimerkir jrað senr föðurlandssvik að ofurselja þær erlendum auðfélögum. — Og hann varð ekki einn tun Jrað. Stephan G. Stephansson svarar spurningunni um stór- iðjuna við jrau skilyrði, sem þá væru til, jafn afdráttarlaust neitandi og Þorsteinn, en hann bendir hins vegar á leiðina til hagnýtingar þessara auðlinda, hvers konar skilyrði þurfi til þess að tryggja, að stórvirkjanir og stóriðja verði J:>jóðinni til blessunar. Andstaða hans gegn j>ví að láta stóriðju ryðja sér til rúms undir þeim skilyrðum að auðvaldið eigi hana, en máttvana, ósamtaka aljrýða verði gerð að fórnarlambi þess, kemur víða fram.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.