Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 46

Réttur - 01.06.1948, Síða 46
134 RÉTTUR Hins vegar stóðu þeir, sem liindra vildu erlendu auðfé- lögin i að fá að virkja, og ýmsir þeirra kröfðust eignarréttar ríkisins á öllum fossum og sérréttinda fyrir íslendinga, (rík- ið, einstaklinga eða alíslenzk hlutafé'lög, sem máttu ekki selja eða veðsetja Iilutabréf sín útlendingum). í þessum hóp gætti ólíkra skoðana og hvata. Þarna voru menn, sem óttuð- ust alla stóriðju-þróun, einkum áhrif hennar á sveitalífið, svo sem kemur sérstaklega skýrt fram hjá Bjarna frá Vogi, sem þó jafnframt gerir þjóðernismálið að aðalatriði eins og líka Guðmundur Björnsson landlæknir o. 11. Þarna voru og framsýnustu fulltrúar íslenzkrar borgarastéttar, sem höfðu þá trú, að síðar meir yrðu íslendingar sjálfir færir um að virkja fossana, þó þeir væru of fátækir til þess þá, og Jæss vegna bæri að hindra, að útlendir auðmenn næðu tökum á þeim nú, heldur geyma þá handa íslendingum síðar. Slík skoðun kemur greinilega fram hjá Jóni Þorlákssyni. Baráttan um afgreiðslu fossamálsins varð bæði hörð og löng, og inn í hana vöfðust deilur um eignaréttinn yfir hinu rennandi vatni, lögskýringar og ótal tilvitnanir um j>að efni. Hið erlenda auðvald, — og þá sérstaklega fossatelögin, „Títan“ og ,,ísland“, — hafði unnið Jtann sigur í fýrsta áhlaupi að klófesta fossana. Barátta andstæðinga hins er- lenda auðvalds stóð nú um að hindra auðlelögin í því að hagnýta sér þennan sigur og lielzt að ná af þeim fossunum, Baráttu þessari gegn ágangi hins erlenda auðvalds lyktaði með því, að það tókst að hindra það í Joví að framfylgja sigrinum, — banna Jrví virkjanir, — en }:>að tókst ekki að 'reka J>að úr því vígi, sem það liafði náð í f'yrsta áhlaupi: eignar- rétti á fossunum. „Títan“ á enn Þjórsá, bezta fallvatn ís- lands, hvað afl og virkjunarskilyrði snertir. F.n þjóð vor má gjarnan rifja upp nokkur atriði úr vörn þeirra manna, er þá stóðu vörð um hagsmuni o'g sjálfstæði íslendinga gegn ágangi erlends auðvalds, er ná vildi tökum á Jyjóðinni með því að sölsa undir sig fjöregg framtíðarinnar, fossaaflið.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.