Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 59

Réttur - 01.06.1948, Síða 59
RÉTTUR 147 hefur vægðarlaust féflett íslendinga í kaupurn á síldarlýsi. Fyrir kreppuna var verðið á síldarlýsi 440 kr. tonnið (1928 og 1929) samkvæmt hagskýrslunum. „Unilever" notar sér kreppuna til þess að l'ella verðið á síldarlýsi þannig, að næstu árin er verðið sem hér segir: 1930: 340 kr. 1931: 140 kr. 1932: IfiO kr. 1933: 180 kr. 1935: 230 kr. 193fi: 340 kr. 1937: 400 kr. 1938: 250 kr. 1939: 360 kr. Þegar stríðið skellur á 1939, er verégð ekki orðið aftur það, sem það var fyrir kreppuna. „Unilever“-hringurinn kemur hins vegar sterk- ari út úr kreppunni en liann var áður, enn fleiri auðfélög hafa þá sameinazt í hringnum, enn fleiri fvrirtæki verið keyjtt ujdjd.* (5g þegar menn skyldu ætla, að hringur þessi hafi verið neyddur til þess að greiða fullt verð fyrir síldar- lýsið, — þegar stríðið kom, — þá lætur hringurinn bara brezku ríkisstjórnina í krafti hernáms íslands fyrirskipa Is- lendingum verðið á síldarlýsi. Allt stríðið, að meðtöldu ár- inu 1945, fá íslendingar aðeins 38 sterlingsjDund fyrir smá- lestina af síldarlýsi. Hvað ,,sannvirðið“ var sést, þegar niark- aðurinn er orðinn frjáls af ensk-amerísktt einokunarbönd- unum, Þá kemttr í ljós, að verðið 1945 er yfir 60 sterlings- jDttnd og 1946 raunverulega yfir 100 jDttnd og 1947 allt ujdjd í 130 til 140 pund. En ár eftir ár fá Bretar það með baktjaldamakki í gegn, að þeim er selt íslenzkt síldarlýsi langt fyrir neðan sannvirði. Samtímis er einhver ósýnileg hönd, sem hindrar það, að íslenzka ríkið lái að koma sér ujdjd herzluverksmiðju sjálft, þrátt fyrir margfaldar lagasamþykktir. Ef til vill eru beinar hótanir settar fram á bak við tjöldin. Ef til vill lióta Bretar refsiaðgerðum, hvað ísfisklandanir snertir, ef íslendingar ætla að gerast óháðir brezka feiti- hringnum ineð því að herða sjálfir síldar- og hvallýsi sitt og geta þá selt það, hvert sem þeir vilja, og fengið hærra verð fyrir það? Um þennan hring má lesa í grein í Rétti, 30. árg„ 2. iiefti (1916).

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.