Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 62

Réttur - 01.06.1948, Side 62
150 RÉTTUR inn safnaðist saman, stundum í svo ríkum mæli, að enska auðmannastéttin ætlaði að kafna í allsnægtum og sá þá enga aðra leið en lækka verðið á afurðum „leiguliðanna“ á Is- landi eða Malajalöndum, svelta þá með verðfallinu, en píska inn lijá þeim vextina af okurlánunum og láta þá borga sér liátt verð fyrir iðnaðarframleiðslu Breta eftir scm áður. Af- leiðingin var, að þegar alþýðan framleiddi sem mest, varð hún sjálf að þola skort, en auðvaldið bre/.ka lierti tökin á landi hennar á meðan. Slíku ástandi — afleiðingum auð- valdskreppunnar — lýsti Jóiias frá Hriflu svo 1931 (12. sept. í ,,Tímanum“), að sveitafólkið yrði að neita sér um allt „nema að lialda við starfskröftum og greiða vexti og afborg- anir af skuldum". Og þetta vildi þá einn helzti „vinstri“ leiðtogi borgaraflokkanna á íslandi telja eðlilegt, þegar er- lent auðvald lækkaði aðalútflutningsvöru íslands Um meir en helming í verði. Við erlenda auðvaldinu og blóðskatti Jress mátti ekki snerta, „höfuðbólið“ varð að fá sitt „pund af kjöti“ að Shylocks sið, þótt svo verðmæti peningánna hefði tvöfaldazt eða þrefaldazt við verðfall afurðanna. Þegar íslenzkir sjálfstæðismenn (gæsalappalausir) börð- ust gegn arðráni Dana og því þýlyndi, er ]:>;i var reynt að ala upp hjá íslendingum, kunnu þeir að lýsa þessum verzlunar- háttum. Guðbrandur Vigfússon lýsti þeim m. a. þannig í „Sjálfsforræði": „íslendingar hafa j>\ í goldið hinn dýrasta skatt, sem lagð- ur verður á eitt land, Jreir voru hjá Danmörku eins og leigu- liðar hjá stórbúum, eins og jrau gerðust fyrr á öldum. Þó kotungurinn ynni baki brotnu, sá hann aldrei ávöxt verka sinna, og öll hans hagsæld rann að höfuðbólinu, sem átti al-Jt saman, kú og karl, sem í kotinu bjó. Höfuðbóndinn Lók Jrá björg, sem liann átti, él' jtað var meir en til eins máls, tók af honum snemmbæra kú á veturnóttum, en gaf honum gelda í staðinn, en ól hann svo aftur á góunni, hann og hans hyski, jregar matlaust var orðið í koti karls og allt ætlaði út af að deyja, áleit svo kotungurinn hinn sem 1 íf-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.