Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 4
244 RÉTTUR breyta allri stefnu landsins í viðkomandi málum. Slík innganga fól í sér hættu á því, að þjóðin missti sjálfstæði sitt, að þjóðin yrði með fullri ábyrgð á afleiðingunum gagnvart öðrum þjóðum dregin inn í styrjöld og ennfremur, að mikill þorri þjóðarinnar missi líf og eignir í slíkri styrjöld, allt vegna þeirrar samþykktar, er Alþingi gerði 30. marz. Jafnvel hættan á því, að Islendingar byggðu ekki framar einir þetta land, heldur að aðrar þjóðir tækju sér hér hersetu um lengri tíma, gat leitt af samþykkt Alþingis 30. marz, er rædd var 2 daga á Alþingi með skemmsta ræðutíma, sem þekkst hefur í þingsögunni síðari daginn, þegar um er að ræða mál, sem þingmenn óska að ræða. Jafnvel tilvera þjóðar vorrar í þessu landi gat verið í húfi vegna samþykktar þeirrar um þátttöku í hernaðarbandalagi, sem samþykkt var 30. marz. Sú stjórn og þeir alþingismenn, sem samþykktu hernaðarbandalagið 30. marz, voru að gera sitt til að kalla yfir það fólk, sem saman safnaðist á Austurvelli, allar hörmungar styrjaldar, ef hún brytist út á því svæði, er bandalagið réði yfir, og með þeim hætti, er bandalagssáttmálinn tók til. Það fólk, sem saman safnaðist á Austurvelli til að krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu, var því að bera fram kröfur um framkvæmd eins þýðingarmesta ákvæðis lýðveldisstjórnarskrárinnar í örlaga- ríkasta máli, sem fyrir Alþingi hefur komið og varðaði líf, eignir og mannréttindi þessara þegna sjálfra. Og þessi krafa var borin fram á þann hátt, sem stjórnarskráin sjálf helgar, af mannsöfnuði undir berum himni. Óvilhöllum dómara bar því skylda til þess að taka í rannsókn og dómi hið fyllsta tillit til réttar þessara þegna og eigi hika við að leiða það í ljós, ef einstakir valdsmenn brytu lög og rétt á fólkinu. Skal nú athuguð afstaða dómarans til þessara valdsmanna, eins og hún kemur fram í rannsókn á málinu og dómi í því, í fyrsta lagi gagnvart lögreglustjóra, er ég nefndi fyrst í yfirlýsingu minni fyrir réttinum, og síðan gagnvart hinum valdsmönnunum, er ég gat um. Lögreglustjóri hefur engan rétt til þess að skipa lögreglu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.