Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 1

Réttur - 01.10.1950, Síða 1
RETTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 34. árgangur 4. hefti 1950 EINAR OLGEIRSSON: Ákœra á „réttvísina" út af 30. marz 1949 Vörn lögð fram i máli réttvisinnar gegn E. O. út af réttarrannsóknunum vegna 30. marz 1949. Ég leyfi mér að leggja fram eftirfarandi vörn út af ákæru rétt- vísinnar á hendur mér: Það, sem ég er ákærður fyrir er yfirlýsing mín fyrir rétti, 8. apríl 1949, er hljóðaði svo: „Eftir þeirri réttarrannsókn, sem fram hefur farið út af atburðunum 30. f. m. í sambandi við afgreiðslu Alþingis á samþykkt um þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu, er það ekki óháður og hlutlaus dómstóll, sem fer með málið, þar sem leitazt er við að koma sökum á hendur verkalýðs- hreyfingunni en hins vegar reynt að dylja sekt þeirra, sem með atburðunum þann dag voru að stofna til „provokati- ona,“ sem nota átti sem átyllu til ofsókna gegn verkalýðs- hreyfingunni og Sósíalistaflokknum. Og meðan þeir, sem þarna eru sekir að mínu áliti, lögreglustjórinn, ráðherrarnir og formenn stjórnarflokkanna og það lið, sem þeir hafa vopnað, hafa ekki verið teknir til yfirheyrzlu fyrir fram- ferði sitt, þá mun ég ekki svara spurningum réttarins. Hins vegar um leið og það yrði gert mun ég svara þeim spurningum, sem fyrir mig eru lagðar“.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.