Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 26

Réttur - 01.10.1950, Síða 26
266 RÉTTUR aðeins nægilegt af vopnum, gætum vér þjálfað þetta lið á örstuttum tíma .... “ Hinn svonefndi her Suðurkóreu var nefnilega þannig til kom- inn, að leppstjórnin hafði sérstaklega valið úr kvislingasveitir Japananna. Þessi lýður, sem óttaðist frelsishreyfingu Kóreubúa umfram allt, átti að hafa forustu í árásinni á Norðurkóreu, en Bandaríkin áttu að sjá fasistunum fyrir vopnum! Áæflanirnar fara úf um þúfur En Syngman Rhee og leppstjórn hans skildu ekki aðeins eftir skjöl sín í Seoul; fyrrverandi innanríkisráðherra stjórnarinnar, Kim I Sek, gleymdist einnig. Hann gaf sig fram af frjálsum'vilja, og 9. júlí í ár skýrði hann í útvarpi frá styrjaldarundirbúningnum á sama hátt og rakið er í skjölunum. Þessi fyrrverandi ráðherra sagði m. a.: „Skömmu eftir þessar fölsuðu kósningar var fyrirætlun Syngman Rhee að ráðast á Norðurkóreu. Ég tók sjálfur þátt í að undirbúa þessa sókn, sem átti að hefjast 15. júlí í fyrra. Þann dag hafði Syngman Rhee fyrirskipað Kim Sek Wong að hefja árás í Ongjin-héraði og hernema Pyongyang, og Tsai Ben Dek var fyrirskipað að taka við stjórn á mið- vígstöðvunum. Þessa fyrirætlun var hins vegar ekki hægt að framkvæma vegna stóraukins skæruhernaðar. Ef skæru- liðarnir hefðu ekki hafið hinar öflugu aðgerðir sínar að baki víglínu Syngman Rhee á þessum tíma, og ef herinn hefði verið nægilega traustur, hefði árásin á Norðurkóreu hafizt í júlí í fyrra ....“ Tveim dögum eftir hinn ákveðna frest, 17, júlí 1949, hélt her- málaráðherra leppstjórnarinnar, Sin Sen Mo, ræðu í hafnarbæn- um Inchon og sagði: „Herinn bíður aðeins fyrirskipana forsetans. Síðan munum vér á einum degi hernema Pyongyang og Vonsan ....“ Öll ræða hermálaráðherrans, þar sem þessi orð féllu m. a., var næsta dag birt í Seoul af hinni opinberu fréttastofu Habton. En í þetta sinn var um að ræða tilraun til að breiða yfir að árásar-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.