Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 10
250 RÉTTUR atriði þá ákæru mína, að hann sé hvorki óháður né hlutlaus. Dóm- arinn heldur í þessu atriði verndarhendi yfir lögbroti lögreglu- stjóra, en beitir skörpum rannsóknaraðferðum og kveður síðan upp þunga dóma yfir ýmsum þeirra, sem urðu fyrir ólöglegum árásum og jafnvel alvarlegum áverkum sakir framferðis þess, er lögreglustjóri stjórnaði og ber ábyrgð á. En lögbrot lögreglustjóra gagnvart mannsöfnuðinum var ekki eina lögbrot hans þennan dag. Lögreglustjóri braut einnig lögin með þeirri framkomu, er hann lét lögrejjluna hafa í frammi gagnvart alþingismönnum. Strax um morguninn voru hendur lagðar á einn alþingismann, Lúðvík Jósefsson, af lögreglu og honum varnað inngöngu í Alþing- ishúsið. Og að loknum þingfundi 30. marz lét lögreglustjóri lög- regluna hindra þingmenn í því að yfirgefa þinghúsið. Sveinn Sæmundsson, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, segir um þetta fyrir rétti 30. marz: „Er þingfundi hafði verið slitið, gat forseti sameinaðs þings, Jón Pálmason, þess, að samkvæmt beiðni lögreglustjórans í Reykjavík, eða að fyrirlagi hans, skyldu hvorki þingmenn eða aðrir viðstaddir yfirgefa þinghúsið fyrr en eftir nánari fyrirmælum. Þingmenn sósíalista voru óánægðir með þetta, þar sem þeim væri meinað að yfirgefa húsið.“ Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn sérstaklega vernd- aðir gagnvart aðgerðum lögreglu. Brot lögreglustjóra gagnvart alþingismönnum var, næst gas- árásinni á fólkið, ein af orsökum óeirðanna að áliti ýmissa vitna. Dómaranum er sú staðreynd, að lögreglustjóri lætur hindra ferðir alþingismanna, ekkert rannsóknarefni. Hinsvegar er þaul- spurt fyrir rétti um, hvernig sú frétt berist út, að þingmenn fái ekki að fara frjálsir ferða sinna, rétt eins og málfrelsið um slíkar aðgerðir væri lögbrot, en lögbrotið sjálft eðlilegur hlutur. Dómar- inn virðist ganga út frá því sem sjálfsögðu, að það, sem valds- menn gera, það sé þar með rétt og löglegt, en ef þegnarnir segi frá því, sem valdsmenn gera, sé það vítavert. Þcssi afstaða gagnvart fólkinu og réttindum þess er ósamrým-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.