Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 57

Réttur - 01.10.1950, Síða 57
R.ÉTTUR 297 tjöldum baráttu gegn flokknum, tóku höndum saman við frakkneska Trotskysinna og komu af stað opinberri rógs- herferð gegn flokknum og leiðtogum hans. Það var ekki annað fyrir en víkja þeim úr flokknmn og það var gert. Þá kom sjálft meistarastykkið. Silone sendir, algerlega ótilkvaddur skýrslu til miðstjórnarinnar (janúar 1931), þar sem hann lýsir yfir: Ég er samþykkur höfuðstefnu Kommúnistaflokks ftalíu og Comintern (1. og 2.); ég hef aldrei staðið og stend ekki í neinu sambandi, pólitísku eða skipulagslegu, við hina brottræku klíku (3); ég for- dæmi þessa klíku .... og ég lýsi yfir samstöðu minni í þeirri baráttu, sem háð er gegn henni og trotskysinnum af Kommúnistaflokki ítalíu og Comintern (4); ég gengst skilyrðislaust undir aga og ákvarðanir Comintem og Kommúnistaflokks ítalíu. Skýrslan var ýtarleg, sjálfs- rýnin, kröftug og frjáls í framsetningu, og þar sem okkur skorti þá-enn sannanir fyrir því, að blygðunarlaus lygari hefði haldið þar á pennanum, þá myndi hafa staðið við svo búið. En skýrslan var birt opinberlega, og var þá komið að „hinum þremur“ að upphefja kröftug andmæli og gera lýðum ljósar sannanir fyrir því, að Silone hefði alla stund verið þeim sammála, vitað um samband þeirra við Trotsky, fylgst með atferli þeirra, ýtt undir þá og leiðbeint þeim í baráttu þeirra gegn flokknum. Þetta lá allt ljóst fyrir í hinum f jölmörgu bréfum sem farið höfðu á milli og birt vora af Trotsky sjálfum. En þessi striðsmaður „sannleikans" og þessi svarni f jandmaður „lyginnar" gerði aðra atrennu, þó gríman væri fallin. Hann sendi okkur bréf, sem vitna má til sem fullkom- ins dæmis um yfirdrepsskap. Bréf þetta höfum við í hönd- um til birtingar, ef svo vildi verkast. Rökin sem Silone kemur þar fram með eru þau, að hann hafi ekki sjálfur ritað þau gögn er samræmdu starfsemi hans og Trotsky- sinna; þau hefðu verið skrifuð (af konu hans) eftir fyrir- sögn sinni; og máli sínu lýkur hann loks með því að segja,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.