Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 15

Réttur - 01.10.1950, Side 15
RÉTTUR 255 lög fyrirskipa, og ákvæðin um, að þingmenn skuli fylgja sann- færingu sinni, byggja á því, að frjáls myndun skoðana eigi sér stað á grundvelli umræðna og flutningi raka með og móti. Og saga Alþingis þekkir þess dæmi, að ákvarðanir, sem höfðingjar landsins hafa verið búnir að koma sér saman um, er gerbylt af rökum, sem alþýðumaður flytur þingheimi. Með slíkum aðferðum hefur glötun sjálfstæðis verið afstýrt. Nú var ákveðið af valdsmönnum, að enginn möguleiki skyldi verða á, að rök gætu haft áhrif á þingmenn höfðingjanna, komið skyldi í veg fyrir athugun málsins frá öllum hliðum, m. ö. o. Alþingi skyldi beitt öllu því offorsi, er valdsmenn þeir, sem áfjáðastir voru í nýjan sáttmála við ríki, sem ásældist ísland, framast töldu fært að beita. Hin stuttorða yfirlýsing forseta sameinaðs Alþingis gefur því innsýn í þá spillingu, sem heltekið hafði meirihluta Alþingi í þessu máli. Samkvæmt henni skal sem sé ekki lengur hafa það, sem sannara reynist, heldur það, sem fyrirfram er ákveðið, — því enginn mun víst í alvöru ætla að halda því fram, að alþingismenn séu alvitrir, enda sönnu nær að álíta þingmenn þá, sem ábyrgðina tóku á samþykkt Atlantshafsbandalagsins, hafa litla þekkingu og mjög einhliða og takmarkaða upplýsingu um þau mikilsverðu mál. Dómaranum er kunnugt um allt þetta, eða ber að minnsta kosti að vera kunnugt um, að því sé haldið fram. Allt þetta ætti að styðja hann til þess að verða við þeirri kröfu að yfirheyra valdsmennina, sem ég nefndi, ef hann var óháður og hlutlaus dómari. En dómarinn yfirheyrði engann þeirra. ★ Þá var enn eitt, sem hefði gert það eðlilegt, að dómarinn hefði sérstaklega kallað fyrir sig hina þrjá formenn stjórnarflokk- anna. Þeir höfðu með sérstökum tilkynningum skorað á menn að fjölmenna niður á Austurvöll. Þegar fólkið er þar samansafnað, er svo fyrirvaralaust og ólöglega á það ráðizt af lögreglu og vopnuðu hvítliði, fyrst með bareflum og síðan með gassprengjum. Hví yfirheyrir dómarinn ekki þessa menn um, hver hafi verið

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.