Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 8

Réttur - 01.10.1950, Page 8
248 RÉTTUR Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði, ber 13. apríl fyrir rétti: „Vitnið segist hafa verið statt sunnan við Hótel Borg, er táragassprengjunum var kastað, en ekki heyrði það neina aðvörun gefna áður.“ Þórður Kárason, lögregluþjónn, ber fyrir rétti 13. apríl: „Það (vitnið) segist ekki hafa heyrt neina aðvörun gefna í gjallarhorni, en því var sagt það áður af Erlingi Pálssyni, yfirlögregluþjóni.“ Þeir, sem voru úti, heyrðu sem sé engar aðvaranir. Þeir, sem voru inni, heldur ekki, eins og sjálfur yfirmaður rannsóknarlög- reglunnar, Sveinn Sæmundsson, ber fyrir rétti 30. marz: „Ekki kveðst vitnið hafa heyrt, að mannfjöldinn hafi verið aðvaraður áður en táragassprengjunum var kastað eða skotið, enda var það inni í Alþingishúsinu." Það er því sannað, að aðvörun var ekki gefin til mannfjöldans, en hins vegar sést að einstakir lögregluþjónar eru látnir vita að gera eigi gasárásina. Og gasárásin er gerð um leið og einn lögregluþjónn talar í trekt, sem enginn heyrir í. Þeir einu menn, sem virkilega reyna að halda því fram, að aðvörun hafi verið töluð í trekt, verða að játa, að um leið hafi árásin verið framin. Þessir menn eru lögreglustjóri sjálfur, yfirlögregluþjónninn Erlingur Pálsson og lögregluþjónn sá, er í trektina kallaði, Jóhann Ólafsson. Lögreglustjóri ber sem vitni fyrir rétti 3. okt., að hann hafi farið „til Jóhann Ólafssonar, sem stóð við aðaldyrnar og gaf hon- um skipun um að kalla aðvaranir í hátalarann.“ Jóhann Ólafsson, lögregluþjónn, segir sem vitni fyrir rétti 4. okt: „Þegar vitnið kallaði þetta, stóð lögreglustjóri við hlið þess, en alveg um leið var táragassprengjum kastað ....“ Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, segir fyrir rétti 3. okt.: „Vitnið getur þess, að það hafi heyrt í hátalaranum um líkt leyti og táragassprengjunum var varpað." Þessir yfirmenn lögreglunnar játa því raunverulega að hafa

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.