Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 34

Réttur - 01.10.1950, Síða 34
274 RETTUR New York Herald Tribune skýrði frá því 5. júní í ár, þrem vik- um áður en styrjöldin hófst, að: „það eru 13—14 Bandaríkjamenn í hverri kóreskri her- deild. Þeir lifa saman á herstöðvunum — við 38. breiddar- baug .... þeir eru saman bæði við æfingar og í frítímum.“ Þessi ummæli voru höfð eftir Roberts hershöfðingja, sem áður var vitnað til, og hann hélt áfram af óvenjulegri hreinskilni og kvað þetta sanna „hvernig hægt væri að nota 500 stríðsvana bandaríska liðs- foringja á skynsamlegan og hagkvæman hátt til að þjálfa 100.000 manns, sem vilja berjast fyrir okkur.“ Og Roberts hershöfðingi lauk máli sínu með þessum orðum: ' „Suðurkóreski herinn er góður varðhundur þess fjár- magns, sem við höfum komið fyrir í þessu landi.“ Athyglisvert er einnig það sem fréttaritari svissneska borgara- blaðsins Neue Ziiricher Zeitung í Seoul sendi blaði sínu 20. júní 1950, rétt áður en styrjöldin hófst: „í Suðurkóreu er enginn hörgull á fólki sem vill leysa hin þungbæru vandamál landsins með hernaðarárás á Norðurkóreu. Suðurkóreuheriim, sem Bandaríkjamenn hafa búið vopnum og þjálfað afbragðsvel, telur 100.000 manns auk 50.000 manna lögreglusveita, og er eflaust miklu öflugri en norðurkóreski herinn.“ Danska blaðið Politiken skrifaði 7. júlí 1950: „í yfirlitsgrein í New York Times er sagt að í upphafi styrjaldarinnar hafi norðurkóreski herinn verið talinn 6—9 herdeildir, sem í væru um 95.000 manns, vantrúaðir og von- daufir, og réði herinn yfir 70—100 skriðdrekum. Talið var að Bandaríkin þyrftu aðeins að styðja Suðurkóreu með flug- her og flota. Á sama hátt og styrkur Norðurkóreumanna var vanmetinn, voru hinar 8 herdeildir Suðurkóreumanna of- metnar .... Sagt er að yfirmaður bandarísku hernaðarsendi- nefndarinnar í Kóreu hafi lýst suðurkóreska hernum sem bezta hernum á meginlandi Asíu.“ Slíkar voru þær vonir sem Bandaríkjamenn og leppar þeirra höfðu gert sér og í samræmi við þetta var yfirlýsing Trumans frá

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.