Réttur


Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 20

Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 20
260 RÉTTUR hjá ráðamönnum Bandaríkjanna og styrjaldaróttinn hjá öllum almenningi. Kóreustyrjöldin var þannig hinn gleðilegasti íengur íyrir stríðs- gróðamennina í Bandaríkjunum. Fjárhagskreppan var farin að hafa hinar geigvænlegustu afleiðingar þar í landi, iðnaðarframleiðslan dróst saman og atvinnuleysi jókst. En nú hefur runnið upp gullöld og gleðitíð — stjórnin leggur fram til hergagnaiðnaðarins milljarða á milljarða ofan. Auðjöfrarnir minnast þess með vellíðan að þeir græddu þrefalt meira á síðustu styrjöld en á beztu friðarárunum fyrir stríð. Styrjöld er sjálf forsenda þess að hagur þeirra blómgist. I. AÐDRAGANDI KOREUSTYRJALDARINNAR Öll afturhaldsblöðin á íslandi og raunar um allan heim hafa klifað á því einum rómi að upphaf Kóreustyrjaldarinnar hafi verið það að Norðurkóreumenn hafi ráðizt á Suðurkóreu með ofbeldi, að Norðurkóreumenn hafi undirbúið þessa árás árum saman að undirlagi Sovétríkjanna. Þessu til stuðnings hefur ekki verið færð fram ein einasta staðreynd. Eina röksemdin er sú að hrakfarir og niðurlæging Suðurkóreustjórnar í upphafi styrjaldarinnar sýni bezt að ekki hafi hún hafið átökin, heldur hinir sigursælu Norðurkóreumenn. Eins og sýnt mun verða er þessi rökleiðsla röng. Staðreyndir sem sanna að upptökin átti leppstjórn Banda- ríkjanna í Suðurkóreu hafa verið birtar öllum heimi, og engin tilraun hefur verið gerð til að hrekja þær á heiðarlegan hátt. Hins vegar hefur verið reynt með miklum árangri að drekkja þeim í flóði áróðurs og æsinga. Þessar staðreyndir skulu nú raktar hér í stórum dráttum, og jafnframt skal skorað á íslenzku afturhalds- blöðin að leita aðstoðar ráðgjafa sinna og yfirboðara á bandaríska sendiráðinu til að véfengja þær með rökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.