Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 16

Réttur - 01.10.1950, Síða 16
V 256 RÉTTUR tilgangur þeirra með því að bjóða fólkinu niður á Austurvöll og hvers vegna þeir láta það undir höfuð leggjast að ávarpa þetta fólk eða aðvara það áður en ráðizt er á það? Hvers vegna kallar dómarinn þessa menn ekki til yfirheyrslu, ekki sízt eftir að þess er krafizt af vitnum, sem yfirheyrð eru? Svona rannsókn, eða réttara sagt það að sleppa slíkri rannsókn, er ekki sæmandi fyrir dómstól, sem á að heita óháður og hlutlaus. ★ Þá er enn eitt, sem hlotið hefði að vekja eftirtekt hvers óhlut- drægs dómara og gera það nauðsynlegt fyrir hann að yfirheyra þessa menn: Hinir nefndu valdsmenn og blöð þeirra gerðu um það hróp mikið næstu daga, að mannsöfnuðurinn hefði ætlað að ráðast á Alþingishúsið og taka það herskildi. Var reynt að láta líta svo út af hálfu þessara manna, að raunverulega hefði verið um eins konar byltingartilraun að ræða af hálfu Sósíalistaflokksins, sem hefði bara misheppnast fyrir góðar „varnir“ „lýðræðissinna“. Að vísu var þessum hlægilegu getsökum hætt skömmu síðar, er ljóst var, hvílíkt fleypur þær voru. JEn af hverju komu þær upp? Hverjir voru það, sem útbreiddu þær? Og að hverju stefndu þessir valdsmenn og æstustu fylgjendur þeirra, sem vildu láta líta svo út? Frá slíkra manna sjónarmiði áttu m. ö. o. atburðirnir 30. marz að verða tilefni til ofsókna eða jafnvel banns á Sósíalistaflokknum. Og er þá ekki eðlilegt, að þeirri spurningu skjóti upp hjá óhlut- drægum rannsóknardómara ,hvort vissir valdsmenn hafi haft áhuga fyrir að stofna til óeirða 30. marz, til þess að reyna að fá tilefni til slíkra aðgerða sem nefndra ofsókna, — og að vítavert framferði lögreglustjóra gagnvart mannsöfnuði, sem er í sínum rétti, geti staðið í sambandi við ósk um að skapa slíkt tilefni? Fordæmin eru þekkt. Dómsmálaráðherra Prússlands, Her- mann Göring, lét 1933 kveikja í ríkisþinghúsinu þýzka og kenndi kommúnistum og notaði það sem tilefni til banns á flokknum og ofsókna gegn verkalýðshreyfingunni. Morgunblaðið tók þá undir

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.