Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 75

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 75
RÉT rUR 315 ERLENDAR BÆKUR Kai Moltke: Krigens Kræmmere. Forlaget Tiden, Köbenhavn 1949. Þessi bók, sem er 364 síður og ber undirtitilinn „Monopolernes 5. Kolonne", fjallar um auðhring- ana í síðasta stríði, þátt þeirra beggja megin víglínanna í því að undirbúa það og samstarf þeirra, meðan stríðið stóð. Það þarf hver einasti maður, sem vill skygnast bak við það járntjald, sem áróður auðvaldsblaðanna skýlir stríðs- undirbúningnum með, að lesa þessa bók. Það skortir ekki heim- ildir fyrir þeim afhjúpunum á framferði vopnahringanna, sem þarna eru birtar. Samstarf Stand- ard Oil hringsins ameríska og I.G.F.-hringsins þýzka er t. d. sannað með rannsóknum rann- sóknarnefnda ameríska þingsins og staðfest fyrir amerískum dóm- stólum. Yfirheyrslurnar yfir stríðsglæpamönnum þýzku auð- hringanna í Niirnberg eru líka hagnýttar þarna mjög vel. Þess- vegna verður þessi bók eins- konar saga af svikastarfsemi auð- hringanna við þjóðirnar, sem þeir „tilheyra", ein sagan til, sem sannar að auðhringirnir eiga sér ekkert föðurland, — að auðhring- irnir, sem læsa sig eins og kol- krabbar um líkami þjóðanna, eru sjálfir einskonar alþjóðlegt „föð- urland“ peningafurstanna, fjand- samlegt föðurlandi hverrar ein- ustu þjóðar heims. Það er óhugn- anleg saga, þessi saga af „kaup- mönnum dauðans", sem gera múgmorðin að stórfenglegasta gróðabralli veraldarinnar, — en það er saga, sem hver einasti maður þarf að þekkja, sem lætur sér annt um líf og velferð sína og sinna, þjóðar sinnar og mann- kynsins alls. Höfundur bókarinnar, Kai Moltke, er dugandi rithöfundur um stjórnmál, einn af þeim frels- ishetjum dönsku þjóðarinnar, sem barðist gegn nazistum og dvaldi því tæp fjögur ár í fanga- búðum Hitlers-Þýzkalands. Anna Seghers: Die Gefáhrten. Aufbau- Verlag. Berlin. 1950. Þessi skáldsaga hinnar frægu þýzku skáldkonu var gefin út 1932 í Berlín, en skömmu síðar gerð upptæk af nazistastjórninni, svo hún náði þá lítt út til al- mennings. Nú er hún komin út að nýju, 240 síður, og það er næsta einkennilegt að lesa hana nú. Andstæðurnar eru orðnar svo miklar. Hún segir frá baráttu verkalýðsins á árunum 1921 til 1930 í Ungverjalandi, Póllandi, Ítalíu, Búlgaríu og Kína, — en í öllum þessum löndum átti verka- lýðurinn þá við fasisma að búa, verkalýðssamtök öll kúguð og of- sótt og allir, sem störfuðu að því að hin mikla hugsjón sósíalismans um frelsun verkalýðsins mætti rætast, urðu að fara huldu höfði eða dvelja í dyflisum auðvalds- ins. Það eru verkamenn, bændur og menntamenn, sem eru hetj- urnar í þessari skáldsögu, sem er þrungin því lífi og eldmóði, sem Anna Seghers ætíð veitir sín- um snjöllu sögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.