Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 48

Réttur - 01.10.1950, Síða 48
288 RÉTTUR íhlutun og leppstjórn Syngman Rhees. Hinir hraklegu ósigrar suðurkórverska hersins í upphafi styrjaldarinnar, þessa hers sem átti að vera hinn bezti og amerískasti á meginlandi Asíu, stöfuðu fyrst og fremst af því að alþýðan um alla Suðurkóreu reis upp til baráttu fyrir frelsi sínu. Þegar bandaríski herinn var að koma sér fyrir syðst í Kóreu neyddist hann til þess að banna Kórverjum að fara út úr húsum nema samkvæmt ströngum reglum. Svo hræddir voru velgerðarmennirnir við fólkið sem þeir þóttust vera að frelsa. í árásum sínum norður landið hefur bandaríski herinn beitt grimmd sem aðeins jafnast á við framkomu þýzku nazist- anna í Austurevrópu og hafa jafnvel bandarískir blaðamenn ekki komizt hjá því að lýsa viðbjóði sínum. Og gereyðingarárásir á borgir og þorp Kóreu eru óneitanlega sérstætt framlag til frelsis, sjálfstæðis og farsældar. ÍSLAND OG KÓREA Ríkisstjórn íslands er þátttakandi í Kóreustyrjöldinni og hef- ur lýst yfir fullu fylgi við árás Bandaríkjanna á þessa fjarlægu þjóð og fulltrúar íslands á þingi sameinuðu þjóðanna eru þæg- ustu atkvæðatól hinna hláturmildu stríðsherra fyrir vestan haf. Svo furðuleg hafa orðið örlög þeirrar þjóðar sem fyrir hálfu sjö- unda ári endurreisti lýðveldi sitt eftir sigursæla frelsisbaráttu gegn erlendri kúgun, á svo kynlegan hátt minnist íslenzka ríkis- stjórnin morðs Jóns Arasonar og sona hans. Öll íslenzku afturhaldsblöðin hafa birt samfellt níð um frelsis- baráttu kórversku þjóðarinnar á sama hátt og Danir hæddu og níddu frelsishugsjónir íslendinga. Öll hafa þau hlakkandi og fagn- andi lýst „sigrum“ Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra: loftárásun- um, tortímingunni, morðunum. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að lýsa frelsisbaráttu nýlenduþjóðanna sem glæpaverkum fyrir þeirri þjóð sem fagnar því flestu heitar að hafa framið slík „glæpa- verk“ sjálf. En áhrif Kóreustyrjaldarinnar hér innanlands eru ekki aðeins þau að reynt sé að villa um fyrir þjóðinni og blekkja hana í al-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.