Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 62

Réttur - 01.10.1950, Side 62
302 RÉTTUR heldur notar hún atvinnuleysið sem kúgunarvald yfir verka- lýðnum. Það er höfuðskilyrði þess, að hægt verði að skapa aftur mann- sæmandi lífskjör alþýðu eftir fjögurra ára afturhalds- og auð- mannastjórn, að alþýðustéttirnar sameinist um flokk sinn, Sós- íalistaflokkinn, og taki forystuna í stjórnmálum landsins til þess að knýja fram atvinnu handa öllum og bætt lífskjör alþýðu með fullri hagnýtingu framleiðslutækja og með réttlátri skiptingu þjóð- arauðs og þjóðartekna. En meðan þessu höfuðskilyrði er ekki fullnægt, vill Sósíalista- flokkurinn beita áhrifum sínum á Alþingi og í bæjarstjórnum til þess að knýja fram nú þegar eftirfarandi ráðstafanir með hverjum þeim, sem að því vill vinna. 1. Atvinnuframkvæmdir — Baráttan gegn atvinnuleysi Sósíalistaflokkurinn leggur áherzlu á, að það er skylda ríkisins að tryggja öllum vinnu. Reynslan hefur sýnt, að núverandi aftur- haldsstjórn notar vald sitt beinlínis til þess að koma á atvinnu- leysi og viðhalda því. Því meiri nauðsyn er, að í engu verði slakað frá þeirri almennu kröfu verkalýðsins, að ríkinu beri skylda til að tryggja öllum vinnu, að sóknin verði hert fyrir hinum frumstæð- ustu mannréttindum: réttinum til vinnu. Eins og sakir standa verð- ur flokkurinn að fylkja almenningi um eftirfarandi kröfur til tryggingar atvinnu: Sjávarútvegsmál: 1. Að tryggja rekstur bátaútvegsins. Á meðan ríkisvaldið einokar afurðasöluna og ráðstafar öllum gjaldeyri útflutningsframleiðslunnar, er óhjákvæmilegt að ábyrgjast báta- útveginum lágmarksverð fyrir aflann. Jafnframt verður að tryggja bátaútveginum nægilegt rekstrar- fé til öruggari reksturs og meiri fjölbreytni í veiðum og vinnslu. Þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til þess að sjómenn á flot- anum fái kaup sitt greitt að fullu. 2. Að gerá þegar ráðstafanir til að hagnýta að fullu fiskiðjutæki þjóðarinnar (frystihús, fiskimjölsverksmiðjur, niðursuðuverk-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.