Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 37

Réttur - 01.10.1950, Page 37
RÉTTUR 277 Ávarp Sovétríkjanna í ágúst 1945 hóf sovétstjórnin frelsun Kóreu og herstjórnin sneri sér þegar í stað til íbúanna norðan 38. breiddarbaugs með svo- felldu ávarpi: „Borgarar Kóreu: Land yðar er frjálst en þetta er aðeins fyrsta síðan í sögu Kóreu. Á sama hátt og garður blómgast aðeins af vinnu og um- önnun mannanna skapið þér aðeins gæfu yðar með hetju- legri baráttu og óþreytandi eljusemi! Borgarar Kóreu! minnizt þess að gæfan liggur í yðar eigin höndum. Þér hafið fengið frelsi. Nú er allt undir yður sjálfum komið. Sovétherinn hefur skapað skilyrði þess að Kóreuþjóðin geti hafið frjálsa og skapandi vinnu. Þér eruð yðar eigin gæfu smiðir.“ Og íbúar Norðurkóreu hófust handa um að skapa gæfu sína með elju og vinnusemi. En áður en vikið verður að því er rétt að skýra frá öðru ávarpi. Fyrirskipun Bandaríkjanna Það var ekki fyrr en í september 1945 að bandarískur her kom til Suðurkóreu og birti íbúunum eftirfarandi dagskipun frá Mac- Arthur: „í allri Kóreu sunnan 38. breiddarbaugs eru öll stjórnar- völd í mínum höndum. íbúarnir verða skilyrðislaust að hlýða þeim fyrirskipunum sem gefnar eru í mínu nafni. Allir þeir sem snúast gegn hernámsliðinu eða raska rónni munu sæta miskunnarlausum og ströngum refsingum. Meðan hernámið stendur verður enska opinbert mál.“ Þau gerólíku viðhorf sem birtast í þessum tveim dagskipunum fólu í rauninn í sér alla þá þróun sem síðar hefur orðið. Þess ber að geta að auk dagskipunar MacArthurs hafði banda- ríski herinn einnig með sér Syngman Rhee, sem í 36 ár hafði verið bandarískur ríkisborgari. Hann hafði í æsku hrakizt frá Kóreu fyrir landráð, það er að segja samvinnu við Japani.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.