Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 28

Réttur - 01.10.1950, Side 28
268 RÉTTUR maður milli Suðurkóreustjórnar og bandaríska utanríkisráðuneyt- isins: „Ég er sannfærður um það að einmitt nú eru bezt mórölsk skilyrði til að framkvæma virka athafnastefnu .... Vér hrekjum sveitir Kim Ir Sen upp til fjallanna, þar sem þær munu farast af kulda og sulti. Síðan verður varnarlína vor fljótin Tumyn og Amnogan (Jalú-fljótið). Aðstaða vor verð- ur þá tvöfalt betri. Eðlileg varnarlína myndast af fljótunum og Pjagúsan-fjöllunum og hún verður óyfirstíganleg ef vér ráðum yfir nægilegum flugsveitum, 2—3 hraðskreiðum fallbyssubátum og orustuflugvélum sem geta varið strönd- ina og eyna Tjesjudo .... Ég er sannfærður um að þetta hlutverk yrði leyst í nánustu framtíð, ef vér fáum leyfi til að hefjast handa ....“ Ekki síður athyglisvert er svarbréf sem sendimaður forsetans í Washington, Tjo Bion Oka, sendi Syngman Rhee 12. október. Þar segir svo: „Bréf yðar til dr. Oliver um upplausn — eða réttara sagt — útþurrkun leppstjórnarinnar í Norðurkóreu hef ég lesið með mikilli athygli. Sú tillaga sem þér berið fram í sambandi við núverandi ástand er eina rökrétta og raunhæfa leiðin til að framkvæma ósk vora um einingu. Þegar ég tek hins vegar tillit til allra aðstæðna, hneygist ég fremur til þess að enn sé ekki kominn tími til að framkvæma slíka áætlun. Um fram allt óttast ég um herstyrk vorn — og mér virðist almenningsálitið í heiminum ekki reiðubúið til að fallast á slíkar aðgerðir. Það er nauðsynlegt að minna á að vinsam- leg ríki fengu grísku stjórnina til að láta hjá líða hernaðar- aðgerðir gegn Albaníu .... Ég hef rætt þetta vandamál við sendiherra vorn Tjan og við dr. Oliver, og við urðum sammála um að líta á þetta sem meginstefnu stjórnar vorrar, sem verður að framkvæma, þegar vér erum reiðubúnir, og þegar heppilegur tími gefst......“ Bandarísku ráðgjafarnir voru þannig fyrst og fremst hikandi vegna þess að þeir töldu réttan tíma ekki kominn. Þetta kom einnig glöggt í ljós í viðtali sem hermálaráðherra Seoul-stjórn- arinnar Sin Sen Mo átti við bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune 29. október 1949, en hermálaráðherrann var þá staddur í Japan og hafði rætt við MacArthur og herforingjaráð hans. í viðtalinu segir hermálaráðherrann:

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.