Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 9
RÉTTUR 249 látið ráðast með táragassprengjum á fólkið fyrirvaralaust og ekki gefið því tækifæri til að dreifa sér. Ég hef þess vegna rakið þetta atriði svo ítarlega, að það er eina atriðið, þar sem nokkur rannsókn fékkst á framferði valds- manns í þessum atburðum. Ég hafði fyrir réttinum '8. apríl 1949 krafizt þess, að lögreglustjóri væri tekin til yfirheyrslu fyrir fram- ferði sitt. Hann er yfirheyrður 3. okt. 1949 og yfirlögregluþjónn hans og vitnisburður þeirra stingur all mikið í stúf við þá vígreifu löregluskýrslu, er þeir gáfu 2. apríl. Og raunverulega verða þeir að meðganga lögbrot sín. Kylfuárásir og gasárásina á fólkið án löglegra aðvarana. En hvað gerir svo dómarinn í rannsókninni á þessari ólöglegu árás valdsmanns á mannsöfnuð, sem var í sínum rétti og óað- varaður. Dómarinn spyr lögreglustjóra engra spurninga, er leitt gætu í ljós, af hverju hann aðvaraði ekki fólkið, af hverju hann gaf því ekki frest, af hverju ekki voru settir upp almennilegir hátalarar, þegar lögreglustjóri hinsvegar lét vopna 97 menn auk lögreglunn- ar og hafði þannig gífurlegan undirbúning til árása á mannsöfn- uð. Hinir einstöku borgarar eru yfirheyrðir slag í slag og jafnvel settir í gæzluvarðhald, til að knýja fram vitnisburð þeirra, en lög- reglustjóri, sem sannur er að lögbrotum gagnvart þessu fólki, sæt- ir aðeins málamynda yfirheyrslu. Dómaranum virðist beinlínis annt um að draga fjöður yfir lög- brot hans, því í forsendum dómsins, uppkveðnum 25. marz 1950, þegar þeir, sem fyrir ólöglegri árás lögreglustjóra urðu, eru dæmd- ir í fangelsi, segir: „Þegar hér var komið, var ákveðið að dreifa mannfjöld- anum með táragasi, en áður en það var gert, kallaði lögreglu- maður í hátalara í anddyri þinghússins aðvaranir um þetta til mannfjöldans og bað hann að hverfa á brott, en ella yrði að beita táragasi." Er það óháður og hlutlaus dómstóll, sem rannsakar, dregur á- lyktanir og dæmir þannig? Að mínu áliti staðfestir dómarinn með afstöðu sinni í þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.