Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 9

Réttur - 01.10.1950, Síða 9
RÉTTUR 249 látið ráðast með táragassprengjum á fólkið fyrirvaralaust og ekki gefið því tækifæri til að dreifa sér. Ég hef þess vegna rakið þetta atriði svo ítarlega, að það er eina atriðið, þar sem nokkur rannsókn fékkst á framferði valds- manns í þessum atburðum. Ég hafði fyrir réttinum '8. apríl 1949 krafizt þess, að lögreglustjóri væri tekin til yfirheyrslu fyrir fram- ferði sitt. Hann er yfirheyrður 3. okt. 1949 og yfirlögregluþjónn hans og vitnisburður þeirra stingur all mikið í stúf við þá vígreifu löregluskýrslu, er þeir gáfu 2. apríl. Og raunverulega verða þeir að meðganga lögbrot sín. Kylfuárásir og gasárásina á fólkið án löglegra aðvarana. En hvað gerir svo dómarinn í rannsókninni á þessari ólöglegu árás valdsmanns á mannsöfnuð, sem var í sínum rétti og óað- varaður. Dómarinn spyr lögreglustjóra engra spurninga, er leitt gætu í ljós, af hverju hann aðvaraði ekki fólkið, af hverju hann gaf því ekki frest, af hverju ekki voru settir upp almennilegir hátalarar, þegar lögreglustjóri hinsvegar lét vopna 97 menn auk lögreglunn- ar og hafði þannig gífurlegan undirbúning til árása á mannsöfn- uð. Hinir einstöku borgarar eru yfirheyrðir slag í slag og jafnvel settir í gæzluvarðhald, til að knýja fram vitnisburð þeirra, en lög- reglustjóri, sem sannur er að lögbrotum gagnvart þessu fólki, sæt- ir aðeins málamynda yfirheyrslu. Dómaranum virðist beinlínis annt um að draga fjöður yfir lög- brot hans, því í forsendum dómsins, uppkveðnum 25. marz 1950, þegar þeir, sem fyrir ólöglegri árás lögreglustjóra urðu, eru dæmd- ir í fangelsi, segir: „Þegar hér var komið, var ákveðið að dreifa mannfjöld- anum með táragasi, en áður en það var gert, kallaði lögreglu- maður í hátalara í anddyri þinghússins aðvaranir um þetta til mannfjöldans og bað hann að hverfa á brott, en ella yrði að beita táragasi." Er það óháður og hlutlaus dómstóll, sem rannsakar, dregur á- lyktanir og dæmir þannig? Að mínu áliti staðfestir dómarinn með afstöðu sinni í þessu

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.