Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 80

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 80
320 RETTUR menn geti gert sér nokkra grein fyrir því: Fyrsti hlutinn heitir „The Énglish Conquest of Ireland“ og skiptist í fjóra kafla, hinn fyrsti um hið forna Irland ættarþjóðfé- lagsins og baráttu þess, en þrír þeir næstu um hvernig Englend- ingar lögðu það undir sig stig af stigi, byrjandi 1171 með því að höfðingjar tóku Henry 2. Eng- landskonung til konungs, líkt og vér Hákon gamla 1262 og síðan var smáhert á, unz smiðshögg var rekið á undirokunina, þegar Cromwell barði niður uppreisn Ira 1649, tæpum hundrað árum eftir að uppreisn Jóns Arasonar og sona hans beið ósigur á íslandi. 1689—91 var svo enn ein upp- reisn Ira bælt niður og kúgunin aukin. Annar hlutinn heitir: „From Grattan to United Irishmen“ og er þar 5. til 11. kafli. Segir þar frá baráttunni undir forustu Henry Grattan’s, einkum undir á- hrifum amerísku byltingarinnar og hvernig hann hagnýtti kúgun- arstríð Englendinga gagnvart uppreisn Bandaríkjanna til þess að knýja þá til nokkurra endur- bóta. Síðan segir frá hinni stór- merku frelsisbaráttu „félagsskap- ar hinna sameinuðu Ira“ undir forustu Theobald Wolfe Tone, einnar beztu frelsishetju Irlands. Greinir þar frá áhrifum frönsku byltingarinnar og uppreisninni 1798. Þriðji hlutinn heitir: „From O’Connell to young Ireland" og er þar í 12. til 17. kafli. Er þar rakin baráttan í enska þinginu undir forustu O’Connells og end- ar með frásögninni af hungurs- neyðinni 1848 og uppreisninni þá. Það er einkennandi fyrir alla þessa bók hve vel höfundur rekur lífskjör alþýðu og sérstaklega að- stöðu sveitafólksins og þróun landbúnaðarins. Fjórði hlutinn heitir: „The Tenants Right League to the Fenian Brotherhood“. Þar eru 18. —22. kafli og segir nú mjög frá samtökum leiguliðanna, baráttu bændanna og þjóðfrelsisbaráttu „Fenia“. Fimmti hlutinn heitir: „From Parnell to Easter Week (and after),“ 23.—34. kafli. Greinir þar frá baráttunni fyrir heimastjórn undir forustu Parnells og annari baráttu Ira á síðari hluta 19. ald- og og svo að lokum uppreisninni páskamánudag 1916, ógnarstjórn Englendinga, myndun írska lýð- veldisins og borgarastyrjöldinni í Irlandi og lýkur með valdatöku De Valera. Saga írlands er íslendingum altof lítið kunn. Þessi ágæta saga af frelsisbaráttu hinnar hraustu frændþjóðar vorrar á sannarlega erindi til vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.