Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 80

Réttur - 01.10.1950, Page 80
320 RETTUR menn geti gert sér nokkra grein fyrir því: Fyrsti hlutinn heitir „The Énglish Conquest of Ireland“ og skiptist í fjóra kafla, hinn fyrsti um hið forna Irland ættarþjóðfé- lagsins og baráttu þess, en þrír þeir næstu um hvernig Englend- ingar lögðu það undir sig stig af stigi, byrjandi 1171 með því að höfðingjar tóku Henry 2. Eng- landskonung til konungs, líkt og vér Hákon gamla 1262 og síðan var smáhert á, unz smiðshögg var rekið á undirokunina, þegar Cromwell barði niður uppreisn Ira 1649, tæpum hundrað árum eftir að uppreisn Jóns Arasonar og sona hans beið ósigur á íslandi. 1689—91 var svo enn ein upp- reisn Ira bælt niður og kúgunin aukin. Annar hlutinn heitir: „From Grattan to United Irishmen“ og er þar 5. til 11. kafli. Segir þar frá baráttunni undir forustu Henry Grattan’s, einkum undir á- hrifum amerísku byltingarinnar og hvernig hann hagnýtti kúgun- arstríð Englendinga gagnvart uppreisn Bandaríkjanna til þess að knýja þá til nokkurra endur- bóta. Síðan segir frá hinni stór- merku frelsisbaráttu „félagsskap- ar hinna sameinuðu Ira“ undir forustu Theobald Wolfe Tone, einnar beztu frelsishetju Irlands. Greinir þar frá áhrifum frönsku byltingarinnar og uppreisninni 1798. Þriðji hlutinn heitir: „From O’Connell to young Ireland" og er þar í 12. til 17. kafli. Er þar rakin baráttan í enska þinginu undir forustu O’Connells og end- ar með frásögninni af hungurs- neyðinni 1848 og uppreisninni þá. Það er einkennandi fyrir alla þessa bók hve vel höfundur rekur lífskjör alþýðu og sérstaklega að- stöðu sveitafólksins og þróun landbúnaðarins. Fjórði hlutinn heitir: „The Tenants Right League to the Fenian Brotherhood“. Þar eru 18. —22. kafli og segir nú mjög frá samtökum leiguliðanna, baráttu bændanna og þjóðfrelsisbaráttu „Fenia“. Fimmti hlutinn heitir: „From Parnell to Easter Week (and after),“ 23.—34. kafli. Greinir þar frá baráttunni fyrir heimastjórn undir forustu Parnells og annari baráttu Ira á síðari hluta 19. ald- og og svo að lokum uppreisninni páskamánudag 1916, ógnarstjórn Englendinga, myndun írska lýð- veldisins og borgarastyrjöldinni í Irlandi og lýkur með valdatöku De Valera. Saga írlands er íslendingum altof lítið kunn. Þessi ágæta saga af frelsisbaráttu hinnar hraustu frændþjóðar vorrar á sannarlega erindi til vor.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.