Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 14
254 RÉTTUK leynisamkomulags, er helztu valdsmenn landsins höfðu gert við hið erlenda vaíd, en dulið þjóðina. Þegar alþýða manna sá hið sanna, reyndi hún að fá þjóðina leysta undan samningi höfðingj- anna. En fortölur höfðu engin áhrif. Höfðingjarnir höfðu bundizt hinu erlenda valdi svo fast, að harmleiknum varð ekki afstýrt. — En svo ættu atburðirnir frá 1262 að vera greiptir í hug hvers íslendings, að hver óháður og hlutlaus dómari ætti að gæta heiðurs síns, þegar svipaðir atburðir eru að gerast. 30. marz 1949 var samningurinn um inngöngu íslands í hern- aðarbandalag knúinn fram með offorsi höfðingja gagnvart alþýðu, og í krafti leynilegs samkomulags, sem helztu valdsmennirnir höfðu gert við erlenda ríkisstjórn. Almenningur krafðist stjórnar- farslegs réttar síns að fá að úrskurða um þetta mál. Honum var neitað. Á Alþingi fæst málið vart rætt. Áður óþekktum aðferðum er beitt til þess að hefta málfrelsi þingmanna. Og sú eina yfirlýs- ing, sem fyrir réttinum liggur, frá valdsmanni á Alþingi, bregður nokkru ljósi yfir, hvernig höfðingjarnir hafa bundið þorra þing- manna sinna á fylgi við leynisamninginn. Ján Pálmason, forseti sameinaðs þings, segir í skýrslu til réttar- ins 21. október: „Innganga íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið var þrautrætt mál í þingflokkunum áður en það kom til af- greiðslu á Alþingi .. Ég tek þetta fram til þess að sanna, að afgreiðsla þessa máls frá Alþingi var fyrirfram alveg viss og því áreiðanlegt, að á afgreiðslu málsins gat það engin áhrif haft, hvort umræður yrðu langar eða stuttar.“ Þessi yfirlýsing felur í sér játningu á eftirfarandi: 1) aff ákvörffun um máliff sé tekin utan þingsins. 2) aff ákveffið sé aff láta engar upplýsingar effa rök hafa áhrif á gang málsins og leyfa því ekki slíkum upplýsingum né rökum aff komast að nema af mjög skornum skammti. Með slíkum ákvörðunum sem þeim, sem hér eru játaðar, er öllu því, sem Alþingi byggir afgreiðslu mála á samkvæmt stjórnar- skránni, afneitað. Hinar mörgu umræður, sem stjórnarskrá og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.