Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 14

Réttur - 01.10.1950, Page 14
254 RÉTTUK leynisamkomulags, er helztu valdsmenn landsins höfðu gert við hið erlenda vaíd, en dulið þjóðina. Þegar alþýða manna sá hið sanna, reyndi hún að fá þjóðina leysta undan samningi höfðingj- anna. En fortölur höfðu engin áhrif. Höfðingjarnir höfðu bundizt hinu erlenda valdi svo fast, að harmleiknum varð ekki afstýrt. — En svo ættu atburðirnir frá 1262 að vera greiptir í hug hvers íslendings, að hver óháður og hlutlaus dómari ætti að gæta heiðurs síns, þegar svipaðir atburðir eru að gerast. 30. marz 1949 var samningurinn um inngöngu íslands í hern- aðarbandalag knúinn fram með offorsi höfðingja gagnvart alþýðu, og í krafti leynilegs samkomulags, sem helztu valdsmennirnir höfðu gert við erlenda ríkisstjórn. Almenningur krafðist stjórnar- farslegs réttar síns að fá að úrskurða um þetta mál. Honum var neitað. Á Alþingi fæst málið vart rætt. Áður óþekktum aðferðum er beitt til þess að hefta málfrelsi þingmanna. Og sú eina yfirlýs- ing, sem fyrir réttinum liggur, frá valdsmanni á Alþingi, bregður nokkru ljósi yfir, hvernig höfðingjarnir hafa bundið þorra þing- manna sinna á fylgi við leynisamninginn. Ján Pálmason, forseti sameinaðs þings, segir í skýrslu til réttar- ins 21. október: „Innganga íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið var þrautrætt mál í þingflokkunum áður en það kom til af- greiðslu á Alþingi .. Ég tek þetta fram til þess að sanna, að afgreiðsla þessa máls frá Alþingi var fyrirfram alveg viss og því áreiðanlegt, að á afgreiðslu málsins gat það engin áhrif haft, hvort umræður yrðu langar eða stuttar.“ Þessi yfirlýsing felur í sér játningu á eftirfarandi: 1) aff ákvörffun um máliff sé tekin utan þingsins. 2) aff ákveffið sé aff láta engar upplýsingar effa rök hafa áhrif á gang málsins og leyfa því ekki slíkum upplýsingum né rökum aff komast að nema af mjög skornum skammti. Með slíkum ákvörðunum sem þeim, sem hér eru játaðar, er öllu því, sem Alþingi byggir afgreiðslu mála á samkvæmt stjórnar- skránni, afneitað. Hinar mörgu umræður, sem stjórnarskrá og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.