Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 13

Réttur - 01.10.1950, Síða 13
RÉTTUR 253 veit að hótanir og fjárgjafir á víxl eru tíðar aðferðir slíkra stór- velda til þess að gera sér háð smáríki, sem þau ásælast ítök í. Almenningur krafðist þess eins 30. marz að fá að dæma sjálfur um þetta mál, að þjóðardómur félli í því, samkvæmt ákvæðum lýðveldisstjórnarskrárinnar æðsti dómur um lög og samþykktir Alþingis. Ríkisstjórn, sem sjálf viðurkennir, að landið sé orðið undir hennar stjórn háð fjárgjöfum Bandaríkjastjórnar, neitar þjóðinni um að dæma samkvæmt stjórnarskránni um mál, sem líf hennar og sjálfstæði getur oltið á. Ríkisstjórnin, framkvæmdavaldið, hafði, eins og dómarinn síðar fékk yfirlýsingu um, áður en á þingfund kom, bundið meirihluta þingmanna til fylgis við málið, en þorði samt ekki að leggja til almennra rökræðna um það og þótti því öruggara að beita ofríki við Alþingi í umræðum. Þegar þannig er komið framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi þjóðarinnar, var dómsvaldið síðasta vígið, er von var til að virti rétt hennar. Óvilhallur dómari hlaut því mjög að vanda alla málsmeðferð sína í slíku máli, sem því er reis út af orsökum, er gátu varðað sjálfstæði þjóðarinnar. Dómaranum var kunnugt, að alþýða manna hafði engu fengið áorkað um að þjóðardómur gengi í málinu. Valdsmennirnir höfðu haft sitt fram með miklu offorsi. Einn af fyrrverandi dómsmálaráðherrum þjóðarinnar, sem nú var mjög fylgjandi inngöngu í hernaðarbandalag, Jónas Jónsson, segir í einni af greinum sínum um sök höfðingjanna á missi sjálf- stæðisins 1262: „Ekki er nein leið að kenna smábændum hvernig fór. Þeir voru háðir höfðingjunum, þeir voru viljalaust verk- færi í höndum þeirra. Og þeir þáðu engar mútur af Noregs- konungi. Höfðingjar landsins eiga þar alla sök; fyrsta auð- mannakynslóðin hér, sem var alvöld yfir fjöldanum, seldi frelsi sitt og þjóðarinnar fyrir lítilfjörlegan stundarhagnað.“ 1262 var sjálfstæði íslands glatað, samningur við erlent vald knúinn fram með offorsi höfðingja gagnvart alþýðu og í krafti

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.