Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 13
RÉTTUR 253 veit að hótanir og fjárgjafir á víxl eru tíðar aðferðir slíkra stór- velda til þess að gera sér háð smáríki, sem þau ásælast ítök í. Almenningur krafðist þess eins 30. marz að fá að dæma sjálfur um þetta mál, að þjóðardómur félli í því, samkvæmt ákvæðum lýðveldisstjórnarskrárinnar æðsti dómur um lög og samþykktir Alþingis. Ríkisstjórn, sem sjálf viðurkennir, að landið sé orðið undir hennar stjórn háð fjárgjöfum Bandaríkjastjórnar, neitar þjóðinni um að dæma samkvæmt stjórnarskránni um mál, sem líf hennar og sjálfstæði getur oltið á. Ríkisstjórnin, framkvæmdavaldið, hafði, eins og dómarinn síðar fékk yfirlýsingu um, áður en á þingfund kom, bundið meirihluta þingmanna til fylgis við málið, en þorði samt ekki að leggja til almennra rökræðna um það og þótti því öruggara að beita ofríki við Alþingi í umræðum. Þegar þannig er komið framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi þjóðarinnar, var dómsvaldið síðasta vígið, er von var til að virti rétt hennar. Óvilhallur dómari hlaut því mjög að vanda alla málsmeðferð sína í slíku máli, sem því er reis út af orsökum, er gátu varðað sjálfstæði þjóðarinnar. Dómaranum var kunnugt, að alþýða manna hafði engu fengið áorkað um að þjóðardómur gengi í málinu. Valdsmennirnir höfðu haft sitt fram með miklu offorsi. Einn af fyrrverandi dómsmálaráðherrum þjóðarinnar, sem nú var mjög fylgjandi inngöngu í hernaðarbandalag, Jónas Jónsson, segir í einni af greinum sínum um sök höfðingjanna á missi sjálf- stæðisins 1262: „Ekki er nein leið að kenna smábændum hvernig fór. Þeir voru háðir höfðingjunum, þeir voru viljalaust verk- færi í höndum þeirra. Og þeir þáðu engar mútur af Noregs- konungi. Höfðingjar landsins eiga þar alla sök; fyrsta auð- mannakynslóðin hér, sem var alvöld yfir fjöldanum, seldi frelsi sitt og þjóðarinnar fyrir lítilfjörlegan stundarhagnað.“ 1262 var sjálfstæði íslands glatað, samningur við erlent vald knúinn fram með offorsi höfðingja gagnvart alþýðu og í krafti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.