Réttur


Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 2

Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 2
242 RÉTTUR Aðalatriðið í þessari yfirlýsingu, sem ég er kærður fyrir, er sú staðhæfing, að það sé ekki „óháður og hlutlaus dómstóll“, sem með rannsókn málsins hafi farið. Þessa staðhæfingu held ég fast við og mun nú færa sönnur á, að hún hafi við full rök að styðjast. Skal það strax tekið fram, að sú ásökun mín, að dómstóllinn sé „ekki óháður og hlutlaus" er ekki borin fram „á ótilhlýðilegan hátt“ og er það viðurkennt af setudómara, svo ekki kemur til greina að dæma mig samkvæmt síðari málsgrein 108. gr. XII. kafla refsilaganna. Mál þetta snýst því aðeins um það, hvort ákæra mín á dómstólinn, sem í þessum orðum felst, sé rétt eða röng. Þar sem mál þetta er því raunverulega ákæra frá minni hálfu gegn dómstólnum, í þessu tilfelli sakadómara, og snýst um hin veigamestu atriði, varðandi þjóðlíf vort og stjórnarfar, vil ég byrja vörn mína með því að gera grein fyrir nokkrum grundvall- aratriðum, sem ég byggi staðhæfingu mína á. Dómvaldið er samkvæmt stjórnarskránni, 2. gr. og 59.—61. gr., óháð framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. Alveg sérstakar ráðstafanir eru gerðar til þess í stjórnarskrá og lögum að tryggja, að dómendur séu óháðir ríkisstjórnum og löggjöfum og hlutlausir gagnvart þegnunum, „háum“ sem „lágum“. Með öllum þessum ákvæðum á að tryggja jafnrétti þegnanna fyrir dómstólunum,, sem er grundvöllur réttaröryggisins. Þegar um árekstra er að ræða milli ýmissa þegna þjóðfélagsins annars vegar og sumra embættis- manna þess eða valdhafa ýmissa hins vegar, ber dómaranum að muna að báðir aðilar eru samkvæmt stjórnarskránni jafnrétt- háir gagnvart honum. Ráðherrar, lögreglustjórar og aðrir valds- menn geta jafnt gerzt brotlegir við lög sem aðrir þegnar þjóðfé- lagsins og það er brot á skyldum dómarans að haga sér í rannsókn sinni sem þeir væru upphafnir yfir allan grun um lögbrot, og atferli þeirra þyrfti engrar rannsóknar við. Meira að segja þeir menn, sem með dómsmálaráðherra-embætti fara, geta verið marg- brotlegir glæpamenn, eins og dæmin sanna, ef minnst er þess manns, er ráðherraembætti gegndi af Dana hálfu yfir íslandi um síðustu aldamót. Það er því ótvíræð skylda dómarans að rann- saka jafnt framferði yfirvalda: ráðherra og löggjafa, ef máli er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.