Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 42

Réttur - 01.10.1950, Síða 42
282 RÉTTUR Kennslustund í sagnfræði Þegar Gromyko, varautanríkisráðherra Sovétríkjanna, gerði grein fyrir afstöðu Sovétríkjanna í upphafi Kóreustyrjaldarinnar, benti hann á lærdómsríkan samanburð við aðrar borgarastyrjaldir. Hann sagði m. a.: „Norðurríki Bandaríkjanna háðu undir forustu Abraham Lincolns stríð gegn þrælaeigendum Suðurríkjanna til að af- nema þrælahald og til að vernda einingu landsins. Er Suðurríkin réðust á þau, létu Norðurríkin sér ekki nægja að vernda landsvæði sitt. Þeir fluttu hernaðaraðgerðirnar inn á land Suðurríkjanna, sigruðu heri plantekru- og þrælaeigenda, sem ekki nutu stuðnings fólksins, moluðu þrælahaldið í Suðurríkjunum og skópu skilyrði til þjóðareiningar. í þá daga hlutuðust vissar ríkisstjórnir, t. d. Bretlands- stjórn, einnig til um innanlandsmál Bandaríkjanna, með sunnanmönnum gegn norðanmönnum og móti þjóðareiningu. Samt sigraði Bandaríkjaþjóðin með sigri þeirra framfara- afla sem fremst gengu í baráttu norðurs gegn suðri. Eftir nóvemberbyltinguna í Rússlandi, er afturhaldshers- höfðingjar keisarans sóttu fram á jöðrum ríkisins til að rífa það í tætlur, hófst íhlutun stjórna Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og fleiri ríkja í innanlandsmál Sovétríkj- anna, með stuðningi við hina afturhaldssömu keisarahers- höfðingja til að hindra sameiningu lands vors undir sovét- stjórn. Þá höfðu nokkur erlend ríki einnig reynt með hernaðar- innrás að láta hjól sögunnar snúast aftur á bak og neyða upp á fólkið hataðri stjórn sem það hafði losað sig við og hindra sameiningu lands vors í ríki. Atburðirnir sem nú gerast í Kóreu og öðrum Asíulöndum og ágengispólitík Bandaríkjanna gegn þessum löndum minn- ir á marga vegu á hina sögulegu atburði í Bandaríkjunum og Rússlandi." Herferð gegn Asíu En borgarastyrjöldin í Kóreu hafði sem sagt breytzt í inn- rásarstyrjöld Bandaríkjanna og hjáríkja þeirra, og hún var þar með orðin liður í heimsveldisstefnu þeirri sem mótað hefur allar

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.