Réttur


Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 42

Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 42
282 RÉTTUR Kennslustund í sagnfræði Þegar Gromyko, varautanríkisráðherra Sovétríkjanna, gerði grein fyrir afstöðu Sovétríkjanna í upphafi Kóreustyrjaldarinnar, benti hann á lærdómsríkan samanburð við aðrar borgarastyrjaldir. Hann sagði m. a.: „Norðurríki Bandaríkjanna háðu undir forustu Abraham Lincolns stríð gegn þrælaeigendum Suðurríkjanna til að af- nema þrælahald og til að vernda einingu landsins. Er Suðurríkin réðust á þau, létu Norðurríkin sér ekki nægja að vernda landsvæði sitt. Þeir fluttu hernaðaraðgerðirnar inn á land Suðurríkjanna, sigruðu heri plantekru- og þrælaeigenda, sem ekki nutu stuðnings fólksins, moluðu þrælahaldið í Suðurríkjunum og skópu skilyrði til þjóðareiningar. í þá daga hlutuðust vissar ríkisstjórnir, t. d. Bretlands- stjórn, einnig til um innanlandsmál Bandaríkjanna, með sunnanmönnum gegn norðanmönnum og móti þjóðareiningu. Samt sigraði Bandaríkjaþjóðin með sigri þeirra framfara- afla sem fremst gengu í baráttu norðurs gegn suðri. Eftir nóvemberbyltinguna í Rússlandi, er afturhaldshers- höfðingjar keisarans sóttu fram á jöðrum ríkisins til að rífa það í tætlur, hófst íhlutun stjórna Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og fleiri ríkja í innanlandsmál Sovétríkj- anna, með stuðningi við hina afturhaldssömu keisarahers- höfðingja til að hindra sameiningu lands vors undir sovét- stjórn. Þá höfðu nokkur erlend ríki einnig reynt með hernaðar- innrás að láta hjól sögunnar snúast aftur á bak og neyða upp á fólkið hataðri stjórn sem það hafði losað sig við og hindra sameiningu lands vors í ríki. Atburðirnir sem nú gerast í Kóreu og öðrum Asíulöndum og ágengispólitík Bandaríkjanna gegn þessum löndum minn- ir á marga vegu á hina sögulegu atburði í Bandaríkjunum og Rússlandi." Herferð gegn Asíu En borgarastyrjöldin í Kóreu hafði sem sagt breytzt í inn- rásarstyrjöld Bandaríkjanna og hjáríkja þeirra, og hún var þar með orðin liður í heimsveldisstefnu þeirri sem mótað hefur allar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.