Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 62

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 62
302 RÉTTUR heldur notar hún atvinnuleysið sem kúgunarvald yfir verka- lýðnum. Það er höfuðskilyrði þess, að hægt verði að skapa aftur mann- sæmandi lífskjör alþýðu eftir fjögurra ára afturhalds- og auð- mannastjórn, að alþýðustéttirnar sameinist um flokk sinn, Sós- íalistaflokkinn, og taki forystuna í stjórnmálum landsins til þess að knýja fram atvinnu handa öllum og bætt lífskjör alþýðu með fullri hagnýtingu framleiðslutækja og með réttlátri skiptingu þjóð- arauðs og þjóðartekna. En meðan þessu höfuðskilyrði er ekki fullnægt, vill Sósíalista- flokkurinn beita áhrifum sínum á Alþingi og í bæjarstjórnum til þess að knýja fram nú þegar eftirfarandi ráðstafanir með hverjum þeim, sem að því vill vinna. 1. Atvinnuframkvæmdir — Baráttan gegn atvinnuleysi Sósíalistaflokkurinn leggur áherzlu á, að það er skylda ríkisins að tryggja öllum vinnu. Reynslan hefur sýnt, að núverandi aftur- haldsstjórn notar vald sitt beinlínis til þess að koma á atvinnu- leysi og viðhalda því. Því meiri nauðsyn er, að í engu verði slakað frá þeirri almennu kröfu verkalýðsins, að ríkinu beri skylda til að tryggja öllum vinnu, að sóknin verði hert fyrir hinum frumstæð- ustu mannréttindum: réttinum til vinnu. Eins og sakir standa verð- ur flokkurinn að fylkja almenningi um eftirfarandi kröfur til tryggingar atvinnu: Sjávarútvegsmál: 1. Að tryggja rekstur bátaútvegsins. Á meðan ríkisvaldið einokar afurðasöluna og ráðstafar öllum gjaldeyri útflutningsframleiðslunnar, er óhjákvæmilegt að ábyrgjast báta- útveginum lágmarksverð fyrir aflann. Jafnframt verður að tryggja bátaútveginum nægilegt rekstrar- fé til öruggari reksturs og meiri fjölbreytni í veiðum og vinnslu. Þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til þess að sjómenn á flot- anum fái kaup sitt greitt að fullu. 2. Að gerá þegar ráðstafanir til að hagnýta að fullu fiskiðjutæki þjóðarinnar (frystihús, fiskimjölsverksmiðjur, niðursuðuverk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.