Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 75

Réttur - 01.10.1950, Side 75
RÉT rUR 315 ERLENDAR BÆKUR Kai Moltke: Krigens Kræmmere. Forlaget Tiden, Köbenhavn 1949. Þessi bók, sem er 364 síður og ber undirtitilinn „Monopolernes 5. Kolonne", fjallar um auðhring- ana í síðasta stríði, þátt þeirra beggja megin víglínanna í því að undirbúa það og samstarf þeirra, meðan stríðið stóð. Það þarf hver einasti maður, sem vill skygnast bak við það járntjald, sem áróður auðvaldsblaðanna skýlir stríðs- undirbúningnum með, að lesa þessa bók. Það skortir ekki heim- ildir fyrir þeim afhjúpunum á framferði vopnahringanna, sem þarna eru birtar. Samstarf Stand- ard Oil hringsins ameríska og I.G.F.-hringsins þýzka er t. d. sannað með rannsóknum rann- sóknarnefnda ameríska þingsins og staðfest fyrir amerískum dóm- stólum. Yfirheyrslurnar yfir stríðsglæpamönnum þýzku auð- hringanna í Niirnberg eru líka hagnýttar þarna mjög vel. Þess- vegna verður þessi bók eins- konar saga af svikastarfsemi auð- hringanna við þjóðirnar, sem þeir „tilheyra", ein sagan til, sem sannar að auðhringirnir eiga sér ekkert föðurland, — að auðhring- irnir, sem læsa sig eins og kol- krabbar um líkami þjóðanna, eru sjálfir einskonar alþjóðlegt „föð- urland“ peningafurstanna, fjand- samlegt föðurlandi hverrar ein- ustu þjóðar heims. Það er óhugn- anleg saga, þessi saga af „kaup- mönnum dauðans", sem gera múgmorðin að stórfenglegasta gróðabralli veraldarinnar, — en það er saga, sem hver einasti maður þarf að þekkja, sem lætur sér annt um líf og velferð sína og sinna, þjóðar sinnar og mann- kynsins alls. Höfundur bókarinnar, Kai Moltke, er dugandi rithöfundur um stjórnmál, einn af þeim frels- ishetjum dönsku þjóðarinnar, sem barðist gegn nazistum og dvaldi því tæp fjögur ár í fanga- búðum Hitlers-Þýzkalands. Anna Seghers: Die Gefáhrten. Aufbau- Verlag. Berlin. 1950. Þessi skáldsaga hinnar frægu þýzku skáldkonu var gefin út 1932 í Berlín, en skömmu síðar gerð upptæk af nazistastjórninni, svo hún náði þá lítt út til al- mennings. Nú er hún komin út að nýju, 240 síður, og það er næsta einkennilegt að lesa hana nú. Andstæðurnar eru orðnar svo miklar. Hún segir frá baráttu verkalýðsins á árunum 1921 til 1930 í Ungverjalandi, Póllandi, Ítalíu, Búlgaríu og Kína, — en í öllum þessum löndum átti verka- lýðurinn þá við fasisma að búa, verkalýðssamtök öll kúguð og of- sótt og allir, sem störfuðu að því að hin mikla hugsjón sósíalismans um frelsun verkalýðsins mætti rætast, urðu að fara huldu höfði eða dvelja í dyflisum auðvalds- ins. Það eru verkamenn, bændur og menntamenn, sem eru hetj- urnar í þessari skáldsögu, sem er þrungin því lífi og eldmóði, sem Anna Seghers ætíð veitir sín- um snjöllu sögum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.