Réttur


Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 16

Réttur - 01.10.1950, Blaðsíða 16
V 256 RÉTTUR tilgangur þeirra með því að bjóða fólkinu niður á Austurvöll og hvers vegna þeir láta það undir höfuð leggjast að ávarpa þetta fólk eða aðvara það áður en ráðizt er á það? Hvers vegna kallar dómarinn þessa menn ekki til yfirheyrslu, ekki sízt eftir að þess er krafizt af vitnum, sem yfirheyrð eru? Svona rannsókn, eða réttara sagt það að sleppa slíkri rannsókn, er ekki sæmandi fyrir dómstól, sem á að heita óháður og hlutlaus. ★ Þá er enn eitt, sem hlotið hefði að vekja eftirtekt hvers óhlut- drægs dómara og gera það nauðsynlegt fyrir hann að yfirheyra þessa menn: Hinir nefndu valdsmenn og blöð þeirra gerðu um það hróp mikið næstu daga, að mannsöfnuðurinn hefði ætlað að ráðast á Alþingishúsið og taka það herskildi. Var reynt að láta líta svo út af hálfu þessara manna, að raunverulega hefði verið um eins konar byltingartilraun að ræða af hálfu Sósíalistaflokksins, sem hefði bara misheppnast fyrir góðar „varnir“ „lýðræðissinna“. Að vísu var þessum hlægilegu getsökum hætt skömmu síðar, er ljóst var, hvílíkt fleypur þær voru. JEn af hverju komu þær upp? Hverjir voru það, sem útbreiddu þær? Og að hverju stefndu þessir valdsmenn og æstustu fylgjendur þeirra, sem vildu láta líta svo út? Frá slíkra manna sjónarmiði áttu m. ö. o. atburðirnir 30. marz að verða tilefni til ofsókna eða jafnvel banns á Sósíalistaflokknum. Og er þá ekki eðlilegt, að þeirri spurningu skjóti upp hjá óhlut- drægum rannsóknardómara ,hvort vissir valdsmenn hafi haft áhuga fyrir að stofna til óeirða 30. marz, til þess að reyna að fá tilefni til slíkra aðgerða sem nefndra ofsókna, — og að vítavert framferði lögreglustjóra gagnvart mannsöfnuði, sem er í sínum rétti, geti staðið í sambandi við ósk um að skapa slíkt tilefni? Fordæmin eru þekkt. Dómsmálaráðherra Prússlands, Her- mann Göring, lét 1933 kveikja í ríkisþinghúsinu þýzka og kenndi kommúnistum og notaði það sem tilefni til banns á flokknum og ofsókna gegn verkalýðshreyfingunni. Morgunblaðið tók þá undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.