Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 4

Réttur - 01.01.1962, Page 4
INGI R. HELGASON: Hallarekstur sem nemur 7000 millj. króna i. Miklar umræður eru þegar hafnar hérlendis um Efnahagsbanda- lag Evrópu, og er það að vonum. Ríkisstjórnin hefur uppi látlausan óróður fyrir aðild Islands að bandalaginu, en þar kennir sömu áróðurshragða sem fyrrum, er fjötrum Keflavíkurssamningsins og Atlantshafsbandalagsins var smeygt um háls þjóðarinnar. Talsmenn ríkisstjórnarinnar þora að vísu ekki að mæla með skilyrðislausri aðild, en vilja, að íslendingar sæki um upptöku og hefji viðræður við stjórnarherra bandalagsins um undanþógur og fríðindi, en síðan er ætlunin, að Ióta þjóðina vakna upp við það einn góðan veðurdag, að fullkomin aðild sé veruleiki og engar undanþógur fáanlegar, eins og þegar hernámslið Bandaríkjamanna kom hingað ón fyrirvara 5. maí 1951 þvert ofan í loforð og svar- daga einmitt sömu manna og nú fara með völd. í þessum efnum verður þjóðin að vera vel á verði, því að hér er NÝI SÁTTMÁLI á ferðinni nákvæmlega 7 öldum eftir GAMLA SÁTTMÁLA árið 1262, og hér er eins og þó um fullveldi og sjálf- stæða tilveru þjóðarinnar að tefla. Almenningur þarf að kynna sér málið ofan í kjölinn og láta til sín taka. Ég mun í þessari stutlu grein minni fjalla um tvö atriði. Annað er í beinum tengslum við Markaðsbandalagið sjálft, hug- leiðingar um lokagrein Rómarsamningsins. Hitt atriðið eru mark- aðsmál okkar almennt með sérstöku tilliti til utanríkisviðskipta okkar síðastliðinn áratug 1950—1959, þýðingu sósíalistízku mark- aðanna fyrir Island og nokkrar spurningar um framtíðina.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.