Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 44

Réttur - 01.01.1962, Page 44
44 R É T T U R fjöldasamtaka eins og verkalýðssamtakanna, æskulýðssamtakanna og samvinnufélaganna vaxa mjög. Eftir því sem eðli hins sósíalistiska ríkis breytist, verður það smátt og smátt að kommúnistiskri sjálfstjórn almennings, sem mun taka lil ráðanna, verklýðsfélaganna, samvinnufélaganna og annarra fjöldasamtaka almennings. Þessi breyting mun tákna enn frekari þróun lýðræðisins. Komm- únistiskt þjóðfélag mun verða háskipulagt samfélag vinnandi fólks. Söguleg þróun mun óhjákvæmilega leiða til þess, að ríkið deyi út. En til þess að tryggja það, verður að gera hvort tveggja, skapa upp- byggingu þróaðs kommúnistisks þjóðfélags í landinu — og fá end- anlega lausn á mótsetninguna milli kapítalisma og kommúnisma í heiminum -— kommúnismanum í vil. Mikla áherzlu leggur stefnuskráin á hið andlega uppeldi, mennt- un, vísindi og listir. Megin inntak hins andlega og siðferðilega uppeldis er fólgið i því að ala alla alþýðu manna upp í anda hollustu við málstað hinnar kommúnistisku uj>pbyggingar, jákvæðrar afstöðu til vinn- unnar og til hins þjóðfélagslega efnahagslífs, segja skilið við borg- aralegar skoðanir og erfðavenjur en hlúa að alhliða þroska einstakl- ingsins og sköpun sannrar andlegrar menningarauðlegðar. Hið nýja andlega uppeldi mótast ekki sízt af þeirri staðreynd, að tímar blindra þjóðfélagslögmála, sem mennirnir réðu ekki við, eru liðnir en runnir þeir tímar, er maðurinn sjálfur fer að ráða gangi málanna. Þess vegna gerir stefnuskráin ráð fyrir því verkefni sem einu hinu þýðingarmesta, að forma og þróa hina vísindalegu heims- skoðun marxismans-leninismans í hugum Ráðstjórnarþegnanna. Lögð er hin mesta áherzla á framþróun fræðikenningar marxismans- Ieninismans til þess að flokkurinn og þjóðin geti skilgreint ástandið á hverjum tíma, varðað veginn fram og gert sér grein fyrir þeim fyrirbrigðum, er vilja hefta framvindu kommúnismans. Hinn nýji Ráðstjórnarborgari verður alinn upp í þeim anda, að vinnan sé heilög skylda hvers einstaklings. Hann verður alinn upp í anda háþróaðs siðgæðis. Siðfræði kommúnismans mun spenna yfir þær almennu mannlegu siðgæðisreglur, sem þróast hafa meðal alþýðu manna um þúsundir ára og formað sig í ævagamalli bar- áttu gegn undirokun og siðleysi. En auk þess mun hið kommúnist- iska siðgæði auðgast að nýjum þáttum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.