Réttur


Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 36
36 R É T T U R í baráttu hinna tveggja hugmyndakerfa, hins sósíalistiska og hins borgaralega, vinnur hið fyrra stöðugt á. Hið borgaralega hugmynda- kerfi þróast meir og meir yfir í hugmyndakerfi fasisma, þjóðremb- ings og kynþáttahaturs. Imperíalistarnir beita andkommúnismanum meir og meir sem vopni til þess að tryggja völd sín og bæla niður þjóðir og stéttir. En þróunin sýnir æ betur gjaldþrot hins borgara- lega hugmyndakerfis, og hinna ýmsu afbrigða þess. I stefnuskránni er gengið út frá því, að þau öfl séu nú komin fram á sjónarsvið sögunnar, er fær séu um að vernda friðinn í heimin- um. Meginmál nútímans er spurningin um stríð og frið. Þýðingar- mest af öllu er að hindra, að kjarnorkustyrjöld brjótist út. Ráð- stjórnarríkin framfylgja markvisst stefnu friðsamlegrar sambúðar ríkja með mismunandi þjóðskipulögum. Það er hið sögulega hlut- verk kommúnismans að útrýma styrjöldum og grundvalla eilífan frið á jörðu. Síðari hluti stefnuskrárinnar skilgreinir uppbyggingu hins komrn- únistiska þjóðfélags sem praktískt dagskrármál Ráðstjórnarríkj- anna. Spurningunni um það, hvað kommúnisminn sé, er svarað á eftirfarandi hátt: „Kommúnisminn er stéttlaust þjóðfélagskerfi, þar sem ríkir eitt form alþjóðareignarréttar á framleiðslutækjum með fullu félags- Iegu jafnrétti allra þjóðfélagsþegna. Vöxtur framleiðsluafla fyrír sífelldar framfarir vísinda og tæknifræða mun þar verða samhliða alhliða þroskun almennings. Allar uppsprettur þjóðarauðæfanna munu þar streyma fram í gnægð, og þar mun framkvæmd hin mikla meginregla: „Hver leggi af mörkum eftir hæfileikum sínum og beri úr býtum eftir þörfum sínum.“ Kommúnismi er háskipulagt samfé- lag frjálsra, félagshyggjandi vinnandi manna, þar sem á mun verða komið sjálfstjórn almennings, — samfélag þar sem starf í þágu heildarinnar mun verða hvers manns brýnasta hvöt, nauðsyn viður- kennd af sérhverjum þegni, og þar sem hæfileikar hvers manns munu nýtast sem hezt þjóðinni til blessunar.“ Kommúnisminn þýðir ríka samfélagsvitund einstaklingsins og hollustu við heildina. Hann hvílir á háþróaðri framleiðslu, vísindum og tækni, hárri vinnuframleiðni. Maðurinn mun afla sér yfirhurða véla. Hann mun ná ólrúlegu valdi yfir náttúruöflunum, A grundvelli háþróaðs áætlunarbúskap- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.