Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 11

Réttur - 01.01.1962, Page 11
R É T T U lt 11 innflutning líka á fobverði, þ. e. a. s. innflutningurinn er í saman- burðinum oftalinn um tæp 10% skv. verzlunarskýrslum. Arið 1950 sker sig úr með lágar tölur en á árinu 1951 hækka þær um 90%. Utflutningurinn stendur síðan nokkurn veginn í stað að verðmæti til en innflutningurinn vex allmikið þennan áratug. Halli á viðskiptum okkar við þessa markaði á tímabilinu er 2900 millj. kr. eða um 290 millj. kr. að meðaltali hvert ár. Auðvitað er þessi lialli ekki sama og óhagstæður greiðslujöfnuður, en bann er helzti þáttur hans. Ohagstæður viðskiptajöfnuður um nokkurt tíma- bil þarf ekki að fela í sér miklar hættur. Hann kemur fram t. d., þeg- ar þjóðin kaupir inn ný framleiðslutæki og samgöngutæki á einu ári að meira verðmæti en útflutningur hennar nemur, og er þá stofnað til erlendra skulda. Slík skuldasöfnun er eðlileg, ef hún miðar að aukinni útflutningsframleiðslu og sú aukning er látin greiða skuld- irnar. En þegar skuldasöfnunin og hinn óhagstæði vöruskiptajöfn- uður er bundinn við nokkra markaði og vex jafnt og þétt í heilan áratug án þess að þeir hinir sömu markaðir taki við nokkru auknu magni af útflutningsvörum okkar, þá er uppi hættuleg öfugþróun í utanríkisviðskiptum okkar, sem býður heim margvíslegum hættum, sem þegar er farið að bóla á. Þegar Jónas H. Haralz býsnaðist yfir greiðsluafstöðunni gagnvart úllöndum í l.-desemberræðu sinni um árið, hefði hann mátt segja landsfólkinu við hvaða markaði við- skiptahalli íslands væri bundinn. í beinu framhaldi af þeirri þögn leggur hann á ráðin um nýja stefnu í utanríkisviðskiptum okkar, sem miðar að því að ofurselja okkur enn frekar þeim vestrænu mörkuðum, sem hallinn er bundinn við og eyðileggja sósíalistisku markaðina. Mestur er hallinn við vestrænu markaðina árið 1955 eða 372.3 millj. kr. og nemur hann þá 65% af útflutningi okkar til þeirra. Svipaðar tölur koma út árin 1956 og 1959. Það er orðinn geigvœn- legur halli á utanríkisviðskiptum eins lands gagnvart tilteknum löndum, þegar um árabil útflutningur þangað er aðeins % af inn- flutningnum þaðan. Slíkur halli verður auðvitað ekki brúaður nema með stórkost- Iegri skuldasöfnun í þeim löndum sem hallinn er bundinn við, enda er raunin sú, að nær allar erlendar skuldir Islendinga eru í „frjáls- um gjaldeyri" þeirra þjóða, sem selja okkur meira en þær kaupa af okkur. í árslok 1959 námu þessar skuldir okkar um 1000 millj. kr. á þáverandi gengi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.