Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 51

Réttur - 01.01.1962, Page 51
R E T T U R 51 deyja úr slíkum sjúkdómum, en sjö í Vestur-Evrópu. Þessi dauðs- föll virðast í fyrstunni fremur sjálfsmorð en morS. Þetta fólk étur of mikið og drekkur of mikið. Það lifir í óreglu og munaði og eyði- leggur þannig líkamsþrek sitt. Frá sjónarhóli trúarbragða er ekki hægt að fordæma þessa sjálfstortímingu, því að fólkið er of fáfrótt til þess að vita afleiðingar gerða sinna. En nú, er tölfræðingar geta sýnt fram á, að þessir dauödagar eru af félagslegum rótum runnir, verður ekki lengur litið á þá sem óafvitandi sjálfsmorð. Slíkum dánartilfellum linnir ekki, fyrr en nægilega sterklega hefur verið í taumana gripið, orsakirnar rannsakaðar og skoröur reistar við þeim. Þelta látum vér undir höfuð leggjast, ekki er kafað til botns í rnálinu, og því heldur morðunum áfram. í Bretlandi, þessu menn- ingarlandi sem á að vera, er ekki til ein einasta nógu vel útbúin rann- sóknarstöð á hjartasjúkdómum. Vér skulum stefna að því að ryðja þegar úr vegi öllu því böli, sem vér kunnum skil á, og því næst hinu, sem skynsamlegar líkur eru til, að vér fáum áttað oss á. Það er óleyfilegt að líla eitlhvert böl óhjákvæmilegt af þeim ástæðum einum, að maðurinn hafi alltaf þjáðst af því. Það er hægt að útrýma fátækt úr heiminum þegar í stað. En alla þá tíð sem haldið er áfram á þeirri braut, sem mörkuð var áður en nokkur vísindi komu til sögunnar, verða milljónir manna alltaf jafn fálækar. Þetta er ekki undir þekkingu eða verksviti komið: það er lil staöar; það sem vantar er skipulagning. Og þetla leiðir að þungamiöju málsins. Það er deginum Ijósara, að auðvaldsþjóðfélagið getur ekki gert allt það að veruleika, sem vér sjáum fyrir oss í hnolskurn. í>etla er staðreynd, og fram hjá henni verður ekki gengið. Spurningin er hvaða leið skal fara. Auðvaldið hefur svar á reiðurn höndum fyrir sig. Heimsstyrjöld er þess út- gönguleið. Það eru ekki nema örfáir menn í liinum vestræna heimi, sem ekki skirrast við að ógna með heimsstyrjöld, en til allrar ó- hamingju gegna þeir mjög háum embættum. Þeir búast við því að geta tryggt auðvaldsskipulaginu fullan sigur en gengið milli IjoIs og höfuðs hinum samvirku þjóðfélagshátlum. Það sem mest á ríður fyrir fólk í öllum löndum er að binda endi á alla misnotkun og rangtúlkun vísindanna og berjast fyrir sigri hinnar frjálsu, skapandi vinnu og hugmyndakerfis hennar, en

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.