Réttur


Réttur - 01.01.1962, Síða 28

Réttur - 01.01.1962, Síða 28
28 lt E T T U R Á sama tíma hefur nýlenduveldi kapítalismans liðast í sundur og þrátt fyrir vissa framleiðsluaukningu og herkostnað, hefur hon- um ekki tekist að sigrast á innri mótsetningum sínum. Þvert á móti magnast viðnám og sókn verklýðsstéttarinnar um allan auðvalds- heiminn. Á vesturhveli jarðar blaktir fáni sósíalismans í fyrsta skipti yfir Jrjóðlandi. Milli auðvaldslandanna hafa veigamiklar breytingar skeð. Bandaríkin hafa misst algera forystu sína í iðnaði og verzlun, en Vestur-Þýzkaland og Japan sótt á. Þar með hafa gamlar mótsetn- ingar blossað upp að nýju. Hin breiða braut þróunarinnar sýnir, að sósíalisminn er að taka forystuna á hverju sviðinu á fætur öðru. Á sviði framleiðslunnar, sem er undirstaða allrar Jjjóðfélags- framvindu, sjást breytingar, sem sýna glöggt, hvert stefnir. Miðað við árið 1937 hefur iðnaðarframleiðsla sósíalismans auk- ist 6.8 sinnum en auðvaldsins 2.5 sinnum. Hlutur sósíalismans í iðnaðarframleiðslu heimsins hefur vaxið úr 27% árið 1955 í 36% árið 1960. Á áratugnum 1950—1960 Jjrefaldaðist innbyrðis verzlun sósíal- istisku landanna en tvöfaldaðist meðal hinna kapítalisku. Ávinningar sósíalismans hafa Jjví aðeins verið mögulegir, að unnt var að varðveita friðinn og slökkva ófriðarbálin hvar sem auð- valdsöflin reyndu að tendra þau. Þess vegna hefur varðveizla friðarins í rauninni verið megin- ávinningur undanfarins árabils. I Ráðstjórnarríkjunum sjálfum hafa mikil umskipti átt sér stað að undanförnu. Eftir 20. Jjing Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna árið 1956, þar sem framkvæmd voru hin sögulegu reikningsskil við persónu- dýrkunina og þann skaða, er hún olli, hófst tímabil nýrrar sóknar á öllum sviðum sovézka ]>jóðlífsins. Þessi nýja alhliða sókn fann form sitt ekki hvað sízt í sjö-áraáætluninni, er hófst 1958 og sem er mikilvægur áfangi á leiðinni til uppbyggingar hins kommúnistiska Jvjóðfélags í Ráðstjórnarríkjunum. Á árunum 1956—1961 nam fjárfesting í atvinnuvegum Ráð- stjórnarríkjanna 156 þúsund milljónum rúblna, sem er hærri upp- hæð en öll fjárfesting þeirra frá 1917 og fram til 1956. Á sex árum jókst stólframleiðsla Ráðstjórnarríkjanna um 26 milljónir lesta, eða meir en sem svarar ársframleiðslu Bretlands.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.