Réttur


Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 6
6 K E T T U H ekki ráð fyrir þeim möguleika. Og víst er um það, að breytingar á Rómarsamningnum vegna aðildar eða aukaaðildar nýs aðila, sem færu í bág við megintilgang samningsins um stofnun nýs ríkis í Ev- rópu, eru mjög ólíklegar. Sú afleiðing aðildar okkar að Efnahagsbandalaginu að kasta ís- lenzku fullveldi fyrir borð er ein næg til þess að þjóðin öll rísi gegn þessum áformum, en aðrar ástæður eru einnig lil — og þær af efna- hagslegum toga — sem sanna, hvílíkt glapræði innganga Islands í Efnahagsbandalagið yrði. III. Við íslendingar erum mjög háðir utanríkisviðskiptum. Yfir 90% af verðmæti útflutnings okkar eru sjávarafurðir og þýðingarmesta vinnsluaðferð okkar er hraðfrystingin. Verzlunarskýrslur segja sögu utanríkisviðskiptanna í tölum. Þær upplýsa hvaða áhrif hinar ýmsu vinnsluaðferðir hafa á útflutnings- verðmætið og þær segja beran sannleikann um þá markaði, sem við skiptum við. Verzlunarskýrslur síðasta áratugs, þ. e. áranna 1950—1959 (að báðum meðtöldum) eru mjög Iærdómsríkar, ekki sízt nú, þegar meta skal, hvort við eigum í framtíðinni að hafna viðskiptum við jafn- virðiskaupalöndin og tengjast hinum sameiginlega markaði Efna- hagsbandalags Evrópu. Ég hef lítillega yfirfarið verzlunarskýrslur þessa tímabils og tel niðurstöður mínar eiga erindi fyrir almennings- sjónir, enda þótt þær komi eflaust engum ó óvart. Ég skipti mörkuðum okkar í tvo hópa. I öðrum hópnum eru mark- aðirnir í sósíalistisku ríkjunum, en í hinum eru allir aðrir markaðir, þ. e. hinir vestrænu markaðir. I hópi vestrænu markaðanna eru að sjálfsögðu sexveldin í Efnahagsbandalaginu. Þegar athuguð eru viðskiptakjör okkar og viðskipti síðasta óra- tugs við þessar tvær tegundir markaða, verða á vegi manns tvennar staðreyndir, sem eru athyglisverðar. (a) Fyrri staðreyndin: Hinir sósíalistisku jajnvirðiskaupamark- aðir tóku við allri jramleiðsluaukningu okkar fjennan áratug. A árunum 1950—1959 verður mikil framleiðsluaukning í sjávar- útvegi. Fyrri hluta tímabilsins er hún hægfara og ójöfn en eftir 1952 er hún nokkuð stöðug. Heildaraflamagn okkar þessi ár var svo sem hér segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.