Réttur


Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 45
R E T T U R 45 Hér eru nokkur atriði þess siðgæðis, sein steínuskráin tileinkar byggingarmeisturum hins kommúnistiska þjóðfélags: Tryggð við málstað kommúnismans og hins sósíalistiska föður- lands, samvizkusamleg vinna í þágu þjóðfélagsins, umhyggja fyrir varðveizlu og aukningu hinna þjóðfélagslegu eigna, samhyggð og félagsleg, gagnkvæm hjálpsemi, mannúðleg afstaða og gagn- kvæm virðing mannanna, heiðarleiki og sannleiksást, látleysi og hæverska í einkalífi sem í opinberu lífi, gagnkvæm virðing innan fjölskyldunnar og umhyggja fyrir uppeldi barnanna, vægðarleysi gagnvart ranglæti, spillingu, ágirnd, metnaðargirnd, óheiðarleik o. s. frv., bróðurhugur og samúð með alþýðu annarra landa. Lögð verður áherzla á að vinna hug á leyfum hins kapítalistiska hugsunarháttar. A tímum umskiptanna til kommúnismans aukast möguleikarnir jafnt og þétt á alhliða þróun persónuleikans, á því að ala upp nýja gerð af mönnum, sem eru húnir andlegri auðlegð, siðferðilegum hreinleika og líkamlegri fullkomnun. Stefnuskráin gerir ráð fyrir alhliða ráðstöfunum til þess að efla menntun Ráðstjórnarhorgara með lengdri skólagöngu, með sam- hæfingu bóklegs náms og starfs í framleiðslu o. s. frv. Á sviði vísinda er gert ráð fyrir alhliða þróun fræðilegra rann- sókna í öllum greinum þeirra. A sviði menningar, bókmennta og lista verður stefnt á lok þeirrar miklu menningarhyltingar, sem gengið hefur yfir Ráðstjórnarríkin, með alhliða þróun menningarlífs þjóðfélagsins, sköpun nýrra list- rænna verka á öllum sviðum, og með því að tengja listirnar við hið fjölskrúðuga daglega lif Ráðstjórnarþjóðanna. A tímabili þróunar sósíalismans til kommúnisma mun hlutverk Rommúnistaflokksins og þýðing hans fara vaxandi, þar sem hið kommúnistiska þjóðfélag — í mótsetningu við öll fyrri þjóðfélags- form — rís ekki í stjórnleysi eða af sjálfu sér, heldur fyrir með- v'taða og markvissa baráttu alþýðufjöldans, sem kommúnistaflokk- urinn veitir forstöðu. Hin stórauknu og mun margbrotnari verkefni innanlands sem utan, aukið skapandi starf milljónanna í stjórn þjóðfélagsins, þróun lýðræðisins og aukin þýðing fræðikenningar hins vísindalega kommúnisma, skapandi þróun hennar og kynning, allt þetta og fleira krefst aukins hlutverks kommúnistaflokksins á hinu nýja þró- unarskeiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.