Réttur


Réttur - 01.01.1962, Síða 58

Réttur - 01.01.1962, Síða 58
58 11 É T í U tt notaði hann engu að síður tímann síðar meir, er hann var flótta- maður í Svíþjóð, til þess að læra verkfræði í bréfaskóla og tók verk- fræðipróf í Stokkhólmi aldarfjórðungi eftir borgarastyrjöldina. Yrjö Enne var eldlegur áhugamaður, þekktur í verklýðshreyf- ingu Finnlands sem hrífandi ræðumaður. Ifann var einn af fremstu sérfræðingum finnska Kommúnistaflokksins í efnahagsmálum. En líf hans var erfitt, eins og flestra baráttumanna finnskrar verk- lýðshreyfingar. Hið langa, erfiða og hæltulega starf, er Kommún- istaflokkur Finnlands var ofsóttur og bannaður, tók á krafta hans og heilsu, því aldrei hlífði hann sér. 1927 var hann í fyrsta sinn kos- inn á þing, en settur í fangelsi árið eftir. í átta ár sat hann í fang- elsi finnska afturhaldsins og sú þjáning sagði líka til sín. Og þegar umskiptin urðu eftir stríð, varð lítill tími til hvíldar. Starf hans var þrotlaust, helgað verklýðshreyfingunni til síðustu stundar. Hann var og allt sitt líf mikill áhugamaður um íþróttamál og löngum for- ustumaður í íþróttasambandi verkamanna. Daginn, sem Enne dó, hafði hann tekið þátt í stjórnarfundi Lýð- ræðisbandalagsins, flutt þar ræðu og síðan hafði hann farið til af- hjúpunar minnismerkis yfir Yrjö Sirola, er var einn af ágætustu forvígismönnum finnskrar verkalýðshreyfingar, þingmaður verk- lýðsflokksins frá 1907 og utanrikisráðherra í verklýðsstjórninni 1918. A heimleiðinni úr kirkjugarðinum hné Yrjö Enne niður. Hjarta- slag var hanamein hans. Yrjö Enne var fulltrúi finnska Lýðræðisbandalagsins í Norður- landaráði. Hann átti sæti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 1959, í Reykjavík 1960 og í Kaupmannahöfn 1961. Þegar hann heimsótti ísland 1960 tók hann hér kvikmynd af „Sögueynni“, svo fagra að allir vinir hans dáðust að hve vel lionum hafði tekizt. Það er mikil eftirsjón af slíkum mönnum sem Yrjö Enne, en það er gott að hafa kynnzt slíkum manni og finnska verkalýðshreyfingin og Kommúnistaflokkur Finnlands munu varðveita minninguna um hann sem einn af sínum beztu baráttu- og forustumönnum. E. O.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.